18.6.2011 | 00:22
BREYZKIR (KIRKJUNNAR) MENN.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2011 | 00:40
KÁTT Í HÖLLINNI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.6.2011 | 16:12
HÁKARLAUGGAR.
Samhengi ýmislegs er óljós. Þó dúkka öðru hvoru upp uggar sem gefa vísbendingu um það sem undir býr. Sérfræðingur í lagastofnun háskólans úthúðar nýju fiskveiðifrumvarpi. Sá hinn sami er kostaður af Landsambandi íslenzkra útvegsmanna, frá þeim hagsmunasamtökum er staðan styrkt og stofnuð. Þessu áliti umrædds sérfræðings er síðan flaggað á fjölmiðlum og auðvitað er bakgrunnur álitsgjafans látinn liggja milli hluta. Sem einnig gefur vísbendingar um bakhjarla hins fjórða valds, þ.e. fjölmiðla. Sá kraftur og elja sem hagsmunaaðilar leggja í varnir fyrir mjólkurkú sína endurspeglar hversu mikils virði hún er. Þetta ætti þjóðin að hafa hugfast, fólkið sem ekki þekkir títtnefnda hagræðingu í sjávarútvegi nema af afspurn.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.6.2011 | 20:59
ÓLI PRIK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2011 | 23:37
FULLVELDISFRAMSAL.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (97)
8.5.2011 | 22:39
HÆLISLEIT.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2011 | 21:41
RÉTTARRÍKIÐ, MEEEE....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.5.2011 | 23:04
KJARASAMNINGUR EÐA KVÓTASAMNINGUR?
Kjarasamningar til 3ja ára eru ánægjuleg tíðindi en ætla má að böggull fylgi skammrifi. Kvótafumvapið er enn óbirt og varla hafa forkólfar atvinnulífsins skyndilega umbreytt stefnu sinni varðandi fiskveiðistjórnunina nema einhver gulrót liggi í fyrrgreindu frumvarpi. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum en inniberi frumvarpið áralanga eða ævinlega forgjöf að höfuðauðlind Íslands hverfur árangur dagsins eins og dögg fyrir sólu.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.5.2011 | 00:14
BANGSAR: FARIдI ANNAÐ!
Gott væri ef ísbirnir hættu nú þessum sundferðum sínum til Íslands og héldu kyrru fyrir á heimaslóð. Móttökunefndir hérlendis hafa hvergi hikað í öryggisviðleitni sinni og féll þriðji bangsinn á jafnmörgum árum á Hornströndum í dag. Held þetta auki hróður okkar hvorki innanlands né utan og spurning hvort ekki sé kominn tími á einhvern viðbúnað. Fyrst varðskipið er í sólarlöndum hlýtur danski Hrúturinn (Vædderen) að vera til í hreppaflutning á dönskum ríkisborgara í útrýmingarhættu. Mæli með að næsti björn verði aðeins deyfiskotinn og fraktaður í húsdýragarðinn uns far fæst til Grænlands. Með þessu væri hægt að ná inn útlögðum kostnaði sem og fylla landann þeirri gleði sem fylgir góðverki áður en tilfinningin endanlega gleymist.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2011 | 14:55
PÚUM Á MOÐREYK SAMTAKA ATVINNULÍFSINS.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)