3.7.2009 | 01:37
SOMBÍS.
Oft átelur fólk gagnrýnisraddir fyrir ađ vera of uppteknar af baksýnisspeglinum. Suđandi um hiđ liđna sem ekki er hćgt ađ breyta. Ţó Björgólfur gengi um í tunnu, Jón Ásgeir sćti međ hálsjárn á Hrauninu, Oddsson & Ásgrímsson hafđir til sýnis í gapastokk, Haarde & Sólrún skikkuđ í samfélagsţjónustu myndi ţađ ekki spóla bankahruninu til baka. Kannski einhverjum liđi ögn betur en varla lengi ţví í framundan eru nćg verkefni og flest niđurdrepandi. Sýnu verst er ţó sú stađreynd ađ flest andlitin í baksýnisspeglinum sem allir vilja gleyma blasa viđ í framrúđunni. Alveg sama í hvađa spegil mađur lítur, glugga eđa loftlúgu, alltaf sama fólkiđ, sömu andlitin, sama bulliđ. Fólkiđ sem brást hefur enn tögl og hagldir og útmoksturstćki lýđrćđisins hvergi nćrri nógu öflug. Hin napra stađreynd er ţví sú ađ engu skiptir hvernig fólk snýr baksýnisspeglinum, allsstađar blasa viđ uppvakningar, sombís.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2009 | 03:56
ENGISPRETTUFARALDUR.
Ein vísustu ummćli stjórnmálamanns á síđari tímum er ţegar Geir bađ guđ um ađ blessa Ísland. Enginn hefur vitađ betur um ţörfina fyrir hiđ ćđra máttarvald. Nú er flokkur Geirs aftur ađ rétta úr kútnum, einni međgöngu eftir hruniđ. Líkast mun Guđ blessa landiđ okkar ađ lokum en svo gćti virst ađ hann lumi á nokkrum plágum fyrst. Fordćmi er fyrir slíku og ekki lengra síđan en í eyđimörkinni ţegar hin útvalda ţjóđ sté sinn dans, ţá beitti almćttiđ harđrćđi áđuren hann róađist. Okkar gullkálfur er sízt minni og kristilegur grunnur landans ristir grunnt sem hvorugt telst til tekna. Hringrás ónýtra stjórnmálamanna gćti veriđ fyrsti engisprettufaraldurinn.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2009 | 11:23
NĆRTĆKAST AĐ DRAGA GJALDEYRI ÚR SJÓ.
Smábátasjómenn eru komnir í gírinn, nógu margir til kveđa niđur ţann orđróm ađ enginn grundvöllur vćri fyrir slíkum veiđum. Skil ţó ekki ládeyđu sveitarstjórnarmanna sem sárvantar tekjustofna til ađ kítta upp í fjárlagagöt bćjanna. Upplagt vćri ađ hver bátur borgi í heimahöfn 25 krónur af hverju lönduđu ţorskkílói, er um 12% af söluverđi. Ţessi prósentutala gćti einnig gilt um annađ sjófang. Reynist ţetta vel í sumar ćtti ađ lengja veiđitímabil handfćrabátanna í 6 mánuđi og auka leyfilegt heildarmagn umtalsvert, ekki undir 30.000 tonnum. Alltént segja hafnarverđir mikiđ líf vera í tuskunum og augljóst ađ vanti ţjóđina gjaldeyri er nćrtćkast ađ draga hann úr sjó.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2009 | 03:14
HÁR Á STEINGRÍMI?
Byltingarforingi í fyrra stríđi, herforingi í ţví síđara, vildi völd til ađ breyta en fengin ţarf ei lengur. Og alţingi skal fjalla um undirritađan samning um Ísbjörgu eins og viljayfirlýsinguna forđum um Írak. Mikil er virđing háttvirtra. En vitanlega borgum viđ skuldir óreiđumanna og gerum uns bandaríski auđkýfingurinn sleppur út eftir 150 ár. Svo fáum viđ líka persónukjör svo fólkiđ fái ađ ráđa hvort Guđlaugur, Illugi eđa Blöndal verđi númer fimm. Ekki brygđi mér í brún ţó Steingrími fari ađ vaxa hár.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2009 | 21:53
LEIGUKVÓTABRASK.
Ţórđur Már og Finnbogi Vikar áttu heiđurinn af ađalinnslagi kastljóssins í kvöld en skýrzla frá ţeim um kvótaleigubrask skók ţáttinn. Innihaldiđ sýnir glöggt hvernig vannýttar tegundir eru kvótasettar til ţess eins ađ skapa handhöfum ţeirra verđmćti. Tegundir sem nóg er af ćttu ekki ađ lúta veiđitakmörkunum en gera ţađ samt. Međ ţessu fyrirkomulagi verđur ţjóđarbúiđ af töluverđum tekjum. Allt er ţetta ţó löglegt. Ég spyr ţví: Hverjum á fiskiauđlindin ađ ţjóna, heildinni eđa deildinni?
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2009 | 04:06
SJÁLFDĆMI STJÓRNSÝSLUNNAR.
Ótrúleg er sú ósvífni bankamanna sem viđgengist hefur og flestir nýtt sér vanmátt lagarammans í botn. Afturvirk lög er svariđ, svona hegđun má ekki láta óátalda. Fastseta ríkissaksóknara er sömuleiđis sorgleg ađ ekki sé talađ um lagaheimildir sem skortir til brottvikningar. Einhvernveginn virđast lög aldrei ná yfir neitt nema veslings lítilmagnann. Ţjóđin á í síauknum vandrćđum međ ađ losa sig viđ visnar greinar í stjórnsýslunni og fólki fengiđ sjálfdćmi. Ekki ađ furđa ţó úthreinsunin gangi hćgt og tímabćrt ađ setja Jónínu Ben í máliđ.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2009 | 03:09
DAGUR MEĐ ÚTGERĐARMÖNNUM.
Dagurinn byrjađi illa enda tekinn snemma. Mćlti mér mót viđ Vagnstjórann á flugvellinum en hann fór á golfvöllinn. Ţá var ákveđiđ ađ hittast í bakaríinu en ţau eru tvö á stađnum. Enduđum í ríkinu, ađeins eitt slíkt. Eftir ađ hafa skilađ hundinum brunađi ég í Súganda en hann ku vera fallegastur fjarđa á vestfjörđum ađ mati ţeirra sem ţar búa. Á Suđureyri (gengt Norđureyri) beiđ mín koppur enda ćtlunin ađ sigla á haf út. Erindiđ: Kvikmynd um alvöruútgerđarmenn sem láta allt firningarhjal sem vind um eyru ţjóta. Mikill veltingur var á útkeyrzlunni en kapteininn, Guđni Einarsson, skeytti lítt um ölduna. Međ í för var annar kvikmyndaspekúlant, Sigurđur Ólafsson, og ţrátt fyrir góđan burđ mátti greina beyg í augum. Ţegar viđ loks komum ađ ísröndinni gall skipstjórinn og viđ byrjuđum ađ mynda. Balabátur mokađi inn fiski en brottkast sást ekki nema mannshland. Á öđrum bát voru vígreifir ţjóđverjar, ţeir hafa engu gleymt og drógu upp smáhveli og stórlúđur međ sjóstengur einar ađ vopni. Aftur í Súganda dreif annar sćgarpur okkur út á golfvöll, Óđinn Gestsson, og sagđist veđja firningarleiđinni fyrir holu í höggi. Ţá var hlegiđ en fiskverkandinn átti ţó síđustu gusuna, gerđi sér lítiđ fyrir og fangađi fugl, ábyggilega örn, slík var gleđin. Sigurđur tók ţessu ţunglega og rak mig burt međ myndavélina. Náđi ţá í hundinn og heimkomnir síđdegis skruppum viđ í gönguferđ. Fórum ađ vanda ađ smiđju Jóns nokkurs almáttugs, nafniđ ber hann međ rentu, rökvís mađur međ afbrigđum, líkist reyndar himnaföđurnum á ćskuárum og talar eins og hann. Hundurinn á vinkonu í tík Jóns en nú gaf almćttiđ dýrunum ekkert fćri á samneyti og skellti hurđum. Ekki getur hundurinn gert ađ fjasi eigandans um firningarleiđir, Jón hlýtur ađ sjá ţađ og opna hliđiđ. Reyndar á ég ekki hundinn, hann á sig sjálfur en viđ hinsvegar búum undir sama ţaki.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 22:40
SKEIĐAR FRÁ VILLEROY OG BOCH.
Eva Sjólí fer mikinn og átelur réttilega vinnubrögđ og seinagang ríkisstjórnarinnar. Hinn faglega ráđni dómsmálaráđherra tekur faglega ţessari gagnrýni og ćtlar ađ gera gangskör í rannsókn bankahrunsins. Líklega vćri alfarsćlast ađ gera frú Sjólí ađ einrćđisfrú og láta hana stýra fleyinu til hafnar. Best er ađ láta ferskan, óháđan ađila háţrýstiţvo skeriđ áđur en viđ sjálf tökum stjórnina. Annars er smekkur landans vert íhugunarefni, viđ nánast ţvingum vörubílstjórann og nornina af landi brott, óđu ţó bćđi óhrćdd ofan í ormagryfjuna. Kjósum svo yfir okkur sömu kyrkislöngurnar. Í spákúlunni sé ég skeiđar frá villeroy og boch og pönnur frá pfaff.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 19:02
OF SATT TIL AĐ VERA GOTT.
Kona ein í nefnd sem rannsakar bankahruniđ er nú talin vanhćf af fyrrum forkólfi fjármálaeftirlitsins. Er ţađ vegna viđtals í vetur ţar sem umrćdd lét ţessi orđ falla:
Mér finnst sem bankahruniđ sé niđurstađan af öfgakenndri grćđgi margra sem hluta eiga ađ máli og tómlátu andvaraleysi ţeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit međ fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöđugleika í landinu.
Verđi konan látin víkja úr nefndinni fyrir ţessi ummćli mćli ég međ kćrandanum í hennar stađ, hann er líkast til eini íslendingurinn sem er á annarri skođun.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2009 | 01:28
FUGLALÍF.
Einn sterkasti sumarbođinn á mínu heimili er ţegar hundurinn hćttir ađ leita upp í bć og strunsar niđur á varpsvćđi. Ţar nuddar hann sér upp viđ hettumáva og ćđakollur, rekur minkinn burt og ögrar kríunum. Mannlífiđ á stađnum á sér keppinaut í fuglalífinu, endalaust garg og gredda. Eggin voru mörg og flest í sömu körfu. Ungar sáust á stangli, samlitir umhverfinu og hreyfingarlausir, ţó kvakađi einn eins og sannur leiđtogi. Nokkrir fallegir andarungar syntu í skipulegri röđ á eftir mömmu sinni, sá ljóti líklega enn í egginu. Tilkomumesta sjónin var ţó ţegar afi sem ţarna var, sveiflađi staf sínum og krćkti um háls barnabarns sem raskađi friđi varplandsins. Sá gamli var snar í snúningum, dró rindilinn afsíđis og las krakkanum pistilinn. Hef ekki séđ svona snilld síđan Grímur var og hét. Á heimleiđinni settist mávur á götuna, flćktur í mannsgarni. Ţrátt fyrir háan aldur fangađi hundurinn varginn og hélt honum föstum međan ég vafđi utan af greyinu. Fuglinn flaug síđan kampakátur út í ćđavarp.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)