4.5.2009 | 01:12
HEIĐURSMANNALAUN.
Ţráinn Betelsson, nýkjörinn ţingmađur borgarahreyfingar, hefur einatt veriđ snarpur í pistlum sínum og orđrćđum gegn spillingu og ofurlaunum. Yfirleitt hef ég veriđ honum sammála og samhliđa notiđ kímnigáfunnar. En nú er hann sjálfur í bobba. Heiđurslaun listamanna eru umdeild enda erfitt ađ réttlćta slíkar fésporzlur til einnar atvinnugreinar fremur en annarar. Ţráinn ţiggur nú ţennan heiđur sem er í aurum talinn 200.000 ţúsund krónur á mánuđi. Margir hafa lagt ađ Ţráni ađ afsala sér ţessari dúsu međan ţingfararkaup er ţegiđ, ekki sízt flokksfélagar. Listamađurinn stendur keikur á sínu og andmćlir kröftuglega og bendir á ţá sem verri eru. Sem nýkjörinn alţingismađur búsáhaldabyltingar mun ţessi afstađa ekki bara veikja ímynd Ţráins heldur hreyfingarinnar allrar. Hinn kosturinn myndi ađ sama skapi styrkja hvorutveggja. Ég ráđlegg nýbökuđum ţingmanni eindregiđ ađ yfirfara gildismat sitt og breyta samkvćmt ţví.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2009 | 03:09
FÁTĆKTARGILDRAN ÍSLAND.
Ísland er ađ verđa ađ fátćktargildru, skuldafenjasvćđi sem ógerlegt er ađ komast upp úr. Vissulega var lánagleđin mikil og stundum án forsjár en hvatning lánadrottna og gyllibođ vantađi ekki. Vćntingar um endalausan uppgang bjó til kastala úr engu. Og nú, ţegar ţetta ekkert fellur ofan í sjálft sig, krefja lánadrottnar skuldara sína um fjárhagsleg skil á ţessu fretlofti. M.ö.o. skal almenningur borga í alvöru peningum fyrir ţykjustu vćntingar fjárglćfra- og óreiđumanna. Ţví skil ég vel fólkiđ sem íhugar ađ hćtta "skuldaskilum". Íslenzka ríkiđ ţarf ađ gera nákvćmlega ţetta, neita ađ borga og verja ţegnanna gagnvart ágangi lánadrottna og spákaupmanna. Rúllettunni er lokiđ og fráleitt ađ tapiđ lendi á öđrum en viđstöddum. Hćkkun afborgana vegna fjármálaóreiđu útlánastofnanna, hugsanlegrar ađfarar ađ gjaldmiđli, misrćmis í lánakjörum og hreinna blekkinga í garđ lántakenda verđur ađ draga til baka og henda skuldahaugnum á ţá sem fyrir standa. Ţetta er brýnasta mál komandi ríkisstjórnar hver sem hún verđur. Evrópa má bíđa um sinn.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2009 | 01:12
UPP MEĐ SOKKANA!
Margir eru farnir ađ ókyrrast vegna andvaraleysis stjórnarmyndunar. Svo virđist ađ svokölluđ umrćđustjórnmál séu ađferđarfrćđi ţessara viđrćđna, afsprengi samfylkingarmanna sem m.a. var notađ á Vatnsmýrina ósćllar minningar. Sé leikrit í gangi varđandi ESB-málin er ţađ orđiđ full langt. Ef ekki hlýtur ţađ ađ koma í ljós á allra nćstu dögum. Tíminn vinnur ekki međ okkur og ţjóđin langeyg eftir skýrri stefnumörkun ríkisstjórnar hver sem hún er.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2009 | 03:37
VARÚĐ: GRJÓTHRUN!
Grjóthrun í Hólshreppi átti sér stađ í dag, nánar tiltelkiđ í Óshlíđ. Áttum viđ skötuhjúin erindi á Ísafjörđ og vorum skammt í hlíđinni norđanmegin er betri helmingurinn benti á hnullungavöđu streymandi úr háhamrinum. Samstundis jók hún hrađann og náđi ađ forđa samstuđi. Mjóađi ţó munu. Á milli vegskála skömmu síđar lá tindur á stćrđ viđ bćjarstjórann fyrrverandi. Var sá tiginn ţó á hliđ vćri. En brátt mun fjalliđ opnast og slysagildran heyra sögunni til. Múkkinn mun fá friđ og mannlíf allt hverfa úr hlíđinni nema kannski einn hlaupagikkur.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2009 | 02:27
GAMLIR BANKAR OG NÝJIR.
Uppgjör bankanna nálgast. Hvađ ćtli miklar skuldir/eignir fćrist frá gömlu bönkunum yfir í ţá nýju? Hver ćtli heildarskuldastađa ţjóđarinnar sé og hversu mikill er vaxtakostnađurinn? Gríđarlega mikiđ ber á milli málsmetandi manna sem ýtir undir óvissu. Gleymum ekki ađ hlutverk banka er ađ vera innlánsstofnun, útlánsstofnun og milliliđur viđskiptaađila. Samantekiđ finnst mér lykilatriđi bankaskilanna ađ vernda innlendar innistćđur ţegnanna. Ţetta er ţađ sem ađ íslenzka ríkinu snýr ásamt ţví ađ semja um innlend útlán. Viđskipti ađila á einkamarkađi ţar sem gömlu bankarnir ţjónuđu sem milliliđir eiga ekki ađ koma íslenzkum ţjóđfélagsţegnum í koll. Réttara er ađ láta ţessa ađila útkljá sín mál án ađkomu ríkisvaldsins. Vonandi eru forkólfar ríkisstjórnarinnar međvitađir um ţá skyldu sína ađ vernda íslenzkan almenning fyrir skuldahala áhćttuviđskipta sem fyrirgengist hafa á umliđnum árum. Verja ber nýju bankanna og skilja sem mest óráđsíunnar eftir í ţeim gömlu.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2009 | 06:12
HETJUR & TRÚĐAR.
Grísinn á Bessastöđum heldur enn uppi glensi og lét sendiherra Obama hlaupa apríl vegna loftloforđs um barmmerki. Kvađ svo upp međ ađ slíkt fengi enginn nema vera ţess verđur. Ć´grey kellíngin. Einhvertíma römbuđu íslenzkar hetjunćlur inn á söluvef alheimsnetsins og sumar jafnvel hafnađ á barmi óverđugra. Kannski er ţađ ţó lausnin, ađ selja barmmerkin hćstbjóđendum og láta óátaliđ hvort trúđar beri ţau eđa hetjur. Trúđur getur líka breyst í hetju og öfugt. Óli var ugglaust einsamall á Bessastöđum í dag ţví hin ráđagóđa Mússajeff hefđi ábyggilega kippt einni skrautfjöđrinni úr hala Ólafs, nćlt í sendiherrann og bjargađ ţannig heiđri Íslands og forsetaembćttisins.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2009 | 01:06
TIMBURMENN & KONUR.
Kosningahelgin innibar ekki bara eintóma pólitík. Garđhreinsun samfara úthreinsun úr alţingishúsinu ţótti viđ hćfi og frćjum kreppusalata stungiđ í mold. Má ţar nefna ísberg, grasker og rótarhnýđi. Einnig spínat og klett. Í hćsta trénu halda til tveir tittlingar og hafa kettir hug á báđum. Nettenging var sett upp parinu og komandi ungum til verndar. Munađi ţá mjög um vestfirzkt verkvit. Um kvöldiđ lagđi svo nýstofnuđ hljómsveit međ hinn frjálslynda sveitarstjóra Dalamanna í fararbroddi land undir fót, tók hús í Leifsbúđ viđ Hvammsfjörđ og úmbađi fram á nótt. Undirtektirnar voru nokkrar og ţó enginn hafi beđiđ um eiginhandaráritun sá ég engan mjög vonsvikinn. Meira ađ segja lćknirinn var mćttur og ţarf töluvert til ađ draga ţá starfsstétt út úr húsi, ekki sízt međ pela í vasa. Ţingmannsefni var og á stađnum og tókst hljómsveitin ađ úmba ţví inn á ţing án nokkurs endurgjalds. Í hléinu gekk ađ mér hópur sem kvađst ćtla ađ kjósa grćningja ţrátt fyrir Grím Atlason en gamall karl tók upp hanskann og sagđi sveitarstjórann andvígan evrópu ţó öđru sé haldiđ fram. Róađist hópurinn ţá nokkuđ. Hrólfur Vagnsson, prófessor í harmonikkum, fór hamförum eftir hlé og kvađ drundrímur ásamt fögrum ungsnótum. Elskan mín var nćstum farin úr ađ ofan í síđasta laginu en festi treyjuna í orgelútskoti. Fiskisúpa var svo fram borin í dögun. Hafi dalamenn ţakkir fyrir frábćrar móttökur.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2009 | 00:19
KOSNINGAÚRSLIT.
Afstađnar kosningar breyttu minnihlutastjórn samfylkingar og vinstri grćnna í meirihuta. Vćgi samfylkingar í ţessu samstarfi er meira en menn hugđu og evrópuumrćđunni mjög haldiđ á lofti. Samfylkingu er lítt refsađ fyrir hlut sinn í bankahruninu og framsókn beinlínis hampađ. Eflaust má ţakka ţađ nýjum formanni sem hefur međ ţessum úrslitum stađist sína fyrstu alvöru prófraun. Grćningjar áttu von á meiru en skiluđu engu ađ síđur sínum stćrsta sigri til ţessa og túlkun fjölmiđla á evrópuslagsíđu ţessara kosninganiđurstöđu ađ mínum dómi ofmetin. Fróđlegt verđur ađ sjá hvort og hvernig stjórnarflokkarnir höndla ţetta grjót. Sjálfstćđismenn hlutu slćma útreiđ og skiljanlega, viđskilnađurinn ömurlegur, viđleitnin engin og endurnýjunin enn minni. Frjálslyndir uppskáru í samrćmi viđ ţađ sem niđur fór, ýfingar og illdeilur flokksmanna skiluđu annars ágćtum stefnumiđum utanţings. Borgarahreyfingin fyllir nú ţeirra skarđ og fyrir marga frískandi stormsveipur. Flestir spá mikilli ţrautagöngu nćstu ríkisstjórnar og stuttu kjörtímabili. Ćtli ráđamenn ađ forgangsrađa evrópumálunum fram fyrir allt annađ mun sú spá óhjákvćmilega rćtast.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
23.4.2009 | 04:49
REYKJAVÍK SUĐUR.
Reykjavík suđur rak lestina í frambođsfundaröđ sjónvarpsins. Orđahnyppingar Guđlaugs Ţórs og Svandísar Svavarsdóttur varđandi tengsl peningagreiđslna FL-grúppunnar til hins fyrrnefnda međan REI máliđ var og hét sýndu hversu ţćgilegt ţađ er ađ vera ekki undir sönnunarbyrđi. Guđlaugur sagđi fráleitt ađ hann léti peningagjafir hafa áhrif á störf sín og Svandís átti engar órćkar sannanir í fórum sínum og sat ţví uppi međ getgátur einar. Guđlaugur nýtur vafans, ţjóđin ekki. Augljóslega fćra menn ekki í letur leynimakk né halda til haga nokkru sem gćti bendlađ sig viđ slíkt. Ţví er Guđlaugur saklaus af mútuţćgni nema fyrir ţví finnist kvittun. En sjálfstćđisflokkurinn í heild upplifir engu ađ síđur almennt vantraust og hálf ţykir manni aumkunarverđar sjónvarpsauglýsingar flokksins. Tónninn holur og klárlega ekki nóg ađ nota kýttisspađa sem hreinsitól flokksins, háţrýstidćla vćri nćrri lagi. Össur var međ slakasta móti í kvöld og oft í honum meiri vindur. Fulltrúi borgarahreyfingarinnar var eins og ţeir flestir hingađ til, ágćtlega frambćrileg sem og fulltrúi lýđrćđishreyfingarinnar. Sturla vörubílstjóri var á persónulegum nótum og stađfćrđi kreppuna á eigiđ líf, ekki ósvipađ samflokkunga sínum, Kalla presti. Svona framsögn er tvíeggjuđ og hlaut Sturla nokkrar skrámur. Framsóknarkonan var skelegg og greinilega meiri vilji í henni til ţingsetu en formanninum. Samantekiđ er sorglegt fyrir ţjóđ sem stendur í raunum ađ horfa upp á ţingmenn sína og ráđamenn skiljanlega og endalaust vćnda um óheiđarleika. Ţetta hlýtur ađ klingja í fólki í kjörklefanum á laugardag.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2009 | 02:10
KRÓNAN & EVRAN.
Nú hnykkja stjórnmálaflokkar á sínu og reyna ađ finna fleti sérstöđu sem draga til sín kjósendur. Flestir gera ráđ fyrir ađ minnihlutaflokkarnir tveir fái meirihluta og geti stigiđ sinn dans eftir kosningar. Sá grćni vill treysta krónuna, sá appelsínuguli evruna. Ţessi gjá vćri betur brúuđ fyrir kosningar svo kjósendur viti ađ hverju er stefnt. Ţađ verđur ţó varla gert úr ţessu en hvorugur flokkanna mun ţola ađ lúta í gras sem hugsanlega opnar möguleikana á öđru stjórnarmynstri. Besta leiđin, hygg ég, er sú ađ efna strax í sumar til ţjóđaratkvćđagreiđslu um hvort horfa skuli til evrópu og verđi ţađ samţykkt hefja ţá vegferđ, ef ekki ţá sćti samfylkingin ţjóđarvilja. Í leiđinni vćri tilvaliđ ađ kjósa um auđlindaákvćđi stjórnarskrárinnar, stjórnlagaţing og persónukjör. Međ ţessu vćri botn fenginn í mörg brýn hagsmunamál og ríkisstjórnin ţyrfti ekki ađ hafa af ţví áhyggjur ađ ţjóđin stćđi henni ekki ađ baki.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)