24.3.2011 | 14:48
JÓHANNA BREYTTI RÉTT.
Þegar forsætisráðherra fer eftir hæfismati eigin ráðuneytis og ræður þann hæfasta samkvæmt því birtist kærunefnd jafnréttismála með aðra niðurstöðu og dæmir ráðninguna lögbrot. Augljóst að mat þessara tveggja stjórnsýslueininga er misjafnt og líkast merki um stjórnsýslu sem farin er að þvælast fyrir sjálfri sér. Sakir bornar á Jóhönnu Sigurðardóttur eru því ómaklegar. Hún velur þann kost sem fyrir liggur. Hefði hún fetað fótspor fyrri ríkisstjórnar og valið þvert á mat hæfisnefndar væri sami söngur uppi, hún færi á svig við hæfisnefnd og ráðningin væri pólitísk og kvenlæg. Útleið Jóhönnu er því sú að standa við sitt. Sem hún og gerir. Hræsni hælbítanna er hinsvegar engin takmörk sett og sannlega komin langt út fyrir velsæmismörk. Trúi að það komi í ljós í næstu kosningunum. En Jóhanna breytti hér rétt og á að njóta sannmælis.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.3.2011 | 00:51
ÞINGRASKANIR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.3.2011 | 00:34
LÖGBANN Á LJÓSIÐ.
Landsbankinn fékk lögbann á umfjöllun DV um eigin skriftafrágang. DV hyggst hundsa úrskurðinn og segist ekki taka þátt í leyndarhyggju fjármálafyrirtækja á Íslandi. Enda óðum að koma í ljós að undir bankarústunum þrífst líf sem grundvallast á sömu næringunni og fyrir hrun: Græðgi. Meindýraáætlun ríkisstjórnarinnar hefur hvergi nærri reynst nógu kröftug og nú er plágan að leggja grunn að nýjum faraldri. Fjármagnseigendur og málpípur þeirra þjarma dyggilega að sundraðri ríkisstjórn og eins og búsáhaldabyltingin kom þeirra sjónarmiðum frá munu þessir aðilar koma umbótinni fyrir kattarnef. Nema eitthvað verði að gert. Því fagna ég þessari afstöðu DV-manna og vona þeir bugist ekki.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2011 | 00:38
ANNAR MYKJUHAUGUR Í UPPSIGLINGU?
Tíðindi dagsins segja margir endalok þessarar ríkisstjórnar. Auðvitað er það óskhyggja sumra, ekki sízt þeirra sem telja sig umkomna að taka við. Þessi ríkisstjórn hefur orðið fyrir miklum ágangi, sumpart heimatilbúnum, annað ófyrirséð en líkast mest vegna mykjuhaugsins sem hún tók við. Sá var ekkert sparð. Helsta yfirsjón ríkisstjórnarinnar var forgangur ESB og icesave. Skuldavandi heimilanna, atvinnulífið og spillingin sat eftir. Miklu harðar átti að ganga fram og strax meðan andinn var til staðar. Skili þessi innbyrðis sundrung okkur nýrri ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og samfylkingar fyrir árslok er ljóst að þjóðin hefur tapað. Slíkur sambræðingur mun einungis færa okkur annan mykjuhaug.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.3.2011 | 01:58
VIÐ VINNUM ÞÓ VIÐ TÖPUM.
Samþykkjendur icesave segja upphæðina, 30 milljarða, allt of smáa til að taka sjéns á Kóreu Norðursins. Að festa þessa upphæð er bjartsýni, nánast barnaskapur og spár um einangrun og lokun lánalína hafa reynst hræðsluáróður.
Samþykkjendur icesave segja að verði sinn vilji verði gjaldeyrishöftum aflétt. Það þýðir veikingu krónunnar með tilheyrandi hækkun á kostnaði við icesave. Jafnvel milljarðatugum. Er þetta ekki mótsögn?
Samþykkjendur icesave segja þrotabú landsbankans fara langt með höfuðstólinn en gæta ekki að því að enn er eftir að úrskurða um forgangskröfur í þrotabú landsbankans og allsendis óvíst að þær lendi okkar megin. Og hvað þá?
Samþykkjendur icesave segja siðferðilega rangt af okkur sem þjóð að ganga á bak orða ráðamanna sem lofuðu viðsemjendum upp í eigin ermi. Í dag er litið á embættisfærslur þessa fólks sem vanrækslu og viðsemjendur okkar hljóta að hafa tekið yfirlýsingum þeirra með varfærni enda slíkar skuldbindingar eðlilega háðar samþykki alþingis.
Samþykkjendur icesave segja okkur lagalega standa höllum fæti vegna innistæðutryggingarsjóðanna og mismununar á þegnum EES-svæðisins þegar neyðarlögin um innistæður voru sett. En eftirlitsstofnun EES hefur sent frá sér álit þar sem skilningi er lýst á neyðarlögunum í krafti aðstæðna. Lagaleg staða er því langt í frá töpuð. Miklvægastur er þó sá sjálfsagði réttur hverrar þjóðar að leita réttar síns. Hverskonar ríkjasamband átelur slíkt?
Samþykkjendur icesave segja nauðsynlegt fyrir atvinnulífið að samþykkja icesave. Margir forystumenn atvinnusamtaka hafa tekið í sama streng. En skilaboðin með höfnun icesave eru einmitt þau að almenningur eigi ekki að taka á sig skuldir einkaaðila undir neinum kringumstæðum. Sem er um leið krafa á atvinnulífið að standa undir sér sjálft. Icesave var frelsi án ábyrgðar og með því að samþykkja icesave erum við að veita slíkum vinnubrögðum gæðastimpil.
Samþykkjendur icesave segja höfnun icesave ávísun á verri stöðu. Hingað til hefur tíminn unnið með okkur. Hin raunverulega upphæð icesave mun einnig skýrast með tímanum. Því er hæpið að frestun málsins verði Íslandi annað en til góðs.
Samþykkjendur icesave segja þjóðina baka sér óvild með höfnun. Það er alrangt. Hver ein og einasta þjóð sem tekur almenning fram yfir fjármagn mun vinna þó hún tapi.
Segjum því nei við icesave.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
19.3.2011 | 01:43
VANDAMÁLAÞRÖSKULDUR Á NIÐURLEIÐ.
Mikil lyfjanotkun á Íslandi er staðreynd. Meiri hér en víðast annarsstaðar. Lyf við geðsjúkdómum, hegðunartruflunum og sýkingum eru efst á blaði. Á vogarskálunum er annarsvegar það að við erum að nýta betur þau meðferðarúrræði sem til eru, svo hitt að við séum að ofmeðhöndla. Eitt er þó víst að meðferðarþrýstingur er vaxandi, þ.e. ýtni framleiðenda, fagaðila og samfélags að niðurfæra vandamálaþröskuldinn. Þannig verða meinin æ fleiri sem til greina kemur að meðhöndla. Hvort þessi flokkunarárátta bæti líf manna skal ósagt en vissulega er hún atvinnuskapandi.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.3.2011 | 11:13
HLÆJA, GRÁTA, HLÆJA, GRÁTA...
Fyrrum sjávarútvegsráðherra og formaður samtaka atvinnulífsins, Einar Kristinn Guðfinnsson og Vilhjálmur Egilsson, grenja yfir nýlegu frumvarp um fiskveiðistjórn. Tek ég þátt í því Svokallaður uppboðspottur á að tryggja nýliðun og taka yfir 15% heildarafla þegar mest verður. Hin 85% verða áfram óbreytt nema framsal mjög takmarkað frá því sem nú er. Ég veit ekki hvernig ríkisstjórn sem hafði það á stefnuskrá sinni að fyrna allar aflaheimildir á 20 árum geti réttlætt þvílíkan bandorm en hitt grunar mig að þeir kumpánar, Einar Kristinn og Vilhjálmur, hlæji dátt á milli látalætanna.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2011 | 02:20
SÍAMSTVÍBURI ÚTGERÐA OG BANKA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2011 | 02:58
GÆSAGANGUR.
Gæsagangur er staðall, einskonar samtakamáttur sem stundum keyrir úr hófi fram, marsh, marsh! Gæsagangur er reyndar sjaldséður í íslenzku samfélagi nema dynji yfir náttúruhamför eða landsfundur sjálfstæðismanna. Göngulag núverandi ríkisstjórnar hefur ekki á sér gæsagönguyfirbragð, fremur mætti líkja því við óveðursgang uppi á fjöllum þar sem menn þramma einir og forðast fótspor hvors annars. Þannig má benda á að utanríkisráðherra vill evrópu, innanríkisráðherra þúfurnar. Viðskiptaráðherra evruna, fjármálaráðherra krónuna. Sjávarútvegsráðherra fyrningu, menntamálaráðherra fæðingu. Iðnaðarráðherra álver, umhverfisráðherra varðeld. Eina ráðherraparið sem nær gæsaganginum eru heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. Og nú vill Bjarni Benediktsson ólmur velta Jóhönnu úr sessi og segist til þess albúinn. Svo gæti Gnarrinn framið annað valdarán, ekki er svo ýkja langt á milli ráðhúss og stjórnarráðs. Samgangur Jóns og Bjarna í stjórnarráðinu yrði held ég mikil þrautaganga fyrir þann síðarnefnda. Það er því vandséður gæsagangurinn á stjórnarheimilinu í bráð.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2011 | 02:07
EVRUKRÓNA?
Pæling Lilju Mósesdóttur um nýja krónu eða nafnbreytingu er við fyrstu sýn galin en sé nánar að gáð hugsanlega bara nokkuð snjöll. Hrein peningaeign landsmanna í krónum yrði endurmetin og kæmi fram. Möguleiki á tengingu við annan gjaldmiðil væri fyrir hendi og einnig afskurður verðtryggingarinnar. Fjármagnseigendur yrðu væntanlega fyrir tjóni en er það ekki einmitt hluti af núllstillingu þjóðfélags sem fer á hausinn? Ofan á þetta bætist svo trúverðugleiki. Ending hans fer að sjálfsögðu eftir hagstjórninni en höfum við svo miklu að tapa? Alltént er þessi hugleiðing Lilju þess verð að hún sé gaumgæfð.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)