12.3.2011 | 12:07
EINS BRAUÐ ER ANNARS DAUÐI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2011 | 00:38
SKIPULAGS- OG FUNDAFÍKN.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2011 | 23:40
AFTURHALDSBJÖLLUR KLINGJA.
Hræðsla sumra við nýja stjórnarskrá samda af úrtaki almennings er auðskýrð: Valda- og hagsmunaklíkur vilja síður sjá ókunnuga færa til hluti í herbergjum sínum. Gardínur dregnar frá og birtu hleypt inn, skvett úr næturgagninu og dauni til margra ára hleypt út. Flestum er eiginlegt að forðast breytingar, ekki sízt þeir sem hafa forráð. Allt frá lýðveldisstofnun hafa verið í gangi einhverskonar tilburðir til stjórnarskrárbreytinga og mannréttindakaflinn eina búbótin hingað til. Ákvæði um stjórnskipun, stjórnsýslubreytingar, auðlindir, umhverfi og þjóðaratkvæðagreiðslur eru enn óbreytt eða ekki til. Sömu öfl og fögnuðu ógildingu kosninga til stjórnlagaþings nýverið hafa hamlað breytingum í allan þennan tíma og hamast enn. Alltaf þegar færa á þegnunum aukna aðkomu að stjórn eigin lands klingja þessar afturhaldsbjöllur. Þær vilja sín herbergi í friði og enga röskun þar á. Stjórnlagaþing verður því alltaf ógn í þeirra hugum, ekki þó vegna fánýti né kostnaðar heldur vegna þeirrar augljósu hættu að þjóðin taki nýrri stjórnarskrá fagnandi.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.2.2011 | 03:08
NEI VIÐ ICESAVE.
Útlistingum varðandi icesave rignir nú yfir landslýð og ágætt að fá yfirlit yfir hugsanlegar útkomur. Já við hinum nýju icesavesamningum þýðir aðgengi að lánamörkuðum, afnám gjaldeyrishafta, þjóð meðal þjóða og vinsemd í garð ESB-aðildar. Nei þýðir lánafrystingu, áfram gjaldeyrishöft, útskúfun alþjóðasamfélagsins og útilokun frá ESB. Já þýðir 69 milljarðar lágmark og hitt fer eftir gengisþróun og endanlegu verðmati á þrotabúi Landsbankans. Nei þýðir hugsanlega 690 milljarðar, takk fyrir. Jæja. Samhliða berast svo fregnir af aðaleigenda þessa sama banka, sem reyndar er enn ógreiddur, vasast sem aðaleigandi lyfjarisans Actavis, rekandi símafyrirtækið NOVA á Íslandi og viðskiptaaðili Verners Holdings gagnavers sem vill ná fótfestu á suðurnesjum. Væri ekki nær að kauði gengist við landráðum sínum og gerði þau upp áður en haldið er lengra. Um þetta snýst iceasave sem og þann öfugsnúning að þjóðin borgi skuldir slíkra manna. Og ekki bara þjóðin heldur þjóðir almennt, hví skyldi nokkur þjóð fórna eigin velferð vegna rányrkju örfárra ómerkinga? Komum alþjóðasamfélaginu í skilning um þetta og þá verður pálminn í okkar höndum hvernig sem fer.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
25.2.2011 | 00:19
NIÐURSTAÐA STJÓRNLAGANEFNDAR.
Nefnd um stjórnlagaþing skilaði áliti síðdegis og kvað á um beina skipan þeirra 25 sem kjöri náðu í kosningunum sem svo voru ógiltar. Umboð 25-menninganna verður því ekki þjóðvarið samkvæmt lögum heldur þingvarið samþykki alþingi tillögu nefndarinnar. Nálgun á upphaflegt markmið væri þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðu stjórnlagaþings (nefndar). Þannig fengi þjóðin að segja sitt um útkomuna. Vona alþingi sjái þennan flöt og hamli ekki jafn sjálfsögðu ferli.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2011 | 11:42
SLAKTAUMASTJÓRN.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2011 | 01:25
MÁLSKOT.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2011 | 04:33
SÍÐASTA HÁLMSTRÁ RÍKISSTJÓRNARINNAR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.2.2011 | 02:14
EINHLIÐA RÉTTUR RÍKIS SAMKVÆMT EES.
Strax heyrum við hótanir um efnahagslega þrautagöngu framundan vegna ákvörðunar forsetans. Furðulegt að virða ekki lýðréttindi ríkja og raunar umhugsunarvert hvers vegna bretar og hollendingar hrís svona hugur við dómstólum. Kannski er það vegna eftirfarandi klásúlu úr EES-samningnum:
Ef hætta er á alvarlegum efnahagslegum eða þjóðfélagslegum erfiðleikum sem líklegt er að verði viðvarandi, getur aðildarríki gripið einhliða til viðeigandi ráðstafana.
Gerum okkur grein fyrir að miðað við mannfjölda toppaði fyrri icesavesamningurinn kröfur þær sem gerðar voru á þjóðverja eftir fyrra stríð og höfðu þó lagt alla Evrópu í rúst. Og samt sögðu stjórnvöld ekki völ á öðrum betri. Sú afstaða hefði við eðlilegar þjóðfélagsaðstæður verið frágangssök. Nú er sami söngurinn kyrjaður, í mínum huga evrópuþjónkun sem taka ber með varúð.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.2.2011 | 02:23
STEINGRÍMUR ODDSSON.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)