20.2.2011 | 18:01
SAMKVÆMUR FORSETI.
Forsetinn kvað í dag upp sinn úrskurð. Sjálfur átti ég von á þessari niðurstöðu og fagna því að hinn nýji icesavesamningur skuli nú falla undir þjóðardóm eins og hinn fyrri. Þjóðarvilji mun nú liggja til grundvallar framtíðinni sem hlýtur að vera gott veganesti. Dómadagsspár um viðbrögð viðsemjenda falla vonandi niður dauðar eins og hinar fyrri. En hvað um það, forsetinn hefur gefið þjóðinni boltann og þar með veitt henni aðgang til áhrifa. Frábært mál.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2011 | 02:20
KULNUÐ LÝÐRÆÐISÁST.
Andstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslu um icesave segja að við eigum að treysta lýðræðislega kjörnum fulltrúum til ákvarðanna. Umboðið sé þeirra og þeir kosnir af þjóðinni. Gallinn er bara sá að ríkisstjórnarflokkarnir sem nú hafna þjóðaratkvæðagreiðslu sögðu fyrir kjördag vilja sjá aukið lýðræði og aukna aðkomu fólksins að ákvarðanatöku í landinu. Á þeim grundvelli fékk þetta fólk sitt umboð. Breytt afstaða nú er því í engra umboði. Aukinheldur eru þau rök fráleit að icesave snúist um skattaálögur. Icesave snýst um grundvallaratriði, þ.e. hvort þjóð eigi að taka á sig skuldir einkaaðila. Og við losnum ekki við icesave með samþykkt heldur þvert á móti verða þessi leiðindi á okkur fram undir miðja öldina. Verst þykir mér þó sundrungin með og á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvar er eiginlega lýðræðisþroski þessarar eyþjóðar? Getum við ekki einu sinni sameinast um þjóðarvilja í þessu deilumáli og sætt okkur við niðurstöðuna? Er lýðræðið bara hentistefna? Forsetinn mun að mínum dómi neita undirskrift þessara laga af þeirri einföldu ástæðu að geri hann það ekki verður icesave áfram óútkljáð. Sátt við breta og holllendinga er góð en sátt hér heima gengur fyrir.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.2.2011 | 00:44
ÞOKA YFIR HELGUVÍK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2011 | 01:36
RAUNALEG ÞINGSAMKUNDA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.2.2011 | 03:13
LÍFSGANGA Á LAUGARDAGSKVELDI.
Af sem áður var að setjast að sumbli á laugardagskvöldum og njóta vinaspjalls og meyja. Kemur þó fyrir einstaka sinnum. Nýliðið laugardagskvöld var að vanda arkað með hundinn og fengu heimasæturnar að fljóta með. Lá leiðin út með Setbergshlíð og inn í Kaldársel. Göngustuðið var mikið og taldi húsbóndinn 7 kílómetra áður en yfir lauk. Þó nokkur skilti átöldu lausagöngu hunda en hvuttinn óð sármóðgaður yfir freðmýrarnar og sinnti í engu reglugerðum. Snarkið í snjónum blandaðist smátt og smátt kyrrðinni og fögur nýsmíði fannar og náttúru fyllti hugann friði og landsást. Enginn var sími með í för, enginn ljósvaki, hvorki klukkur né tónferjur og engan hittum við lögfræðing. Aðeins eina raflínu. Fór ég með stúlkunum yfir sjálfstæðishetjurnar, byrjaði á Jóni Hreggviðssyni og endaði á Unni Brá. Benti ennfremur á birkið og sagði frá fjalldrapanum. Mæli eindregið með slíkum lífsgöngum endrum og eins, helst í óljósmenguðu umhverfi þar sem samhljómur sálar og náttúru er hvað tærastur. Bíngó.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2011 | 01:22
ÍSLAND, KRAUMANDI MANNLÍFSPOTTUR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.2.2011 | 10:33
BELGINGUR BÆJARSTJÓRA.
Sautján bæjarstjórar víðsvegar á landinu kveða sér hljóðs og segja svokallaða sáttaleið í sjávarútvegi eina vit fiskveiðistjórnunar, þessa leið eigi að fara tafarlaust til að eyða allri óvissu í sjávarútvegi. Er reyndar sammála að ríkisstjórnin hefur með yfirlýsingum sínum en aðgerðaleysi í kvótamálunum skapað óþarfa óvissu engu til framdráttar, hvorki fylgjendum kvótans né andstæðingum. En yfirlýsing bæjarstjóranna er merkileg fyrir þær sakir að hún sýnir vel samtvinnun hin opinbera valds og óopinbera. Að frambjóðendur sjávarbyggðanna skuli aldrei benda á neinn agnúa í kvótakerfinu sætir stórfurðu miðað við hversu umdeilanlegt það er meðal íbúanna og fólksins í landinu. Að aldrei skuli heyrast pústur í þessu fólki nema kerfinu til stuðnings vekur í ljósi reynslunnar upp stórar spurningar. Stuðningur atvinnulífs við einstaka frambjóðendur er á tíðum augljós á þessum litlu stöðum og hvet ég fólk til að skoða samhengið í því ljósi.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
3.2.2011 | 03:10
HVAÐ FÁ ÞEIR Í STAÐINN?
Fljótt skipast veður í lofti. Þingmeirihluti fyrir icesave. Úps... Hvað gerðist? Sjálfstæðismenn hafa breytt grundvellinum um skuldir óreiðumanna þannig að þær skuli ekki borga nema að einhverju hámarki. Þannig að nú á að ríkisvæða rányrkju einkavæðingarinnar. Spádómar um að ekki væri hægt að ná fram betri samningi, alþjóðasamfélagið yrði vitlaust og markaðir myndu lokast gengu engir eftir. Ennfremur væru viðsemjendur okkar vissir í sinni sök væri málsókn af þeirra hendi löngu hafin, þeir treysta einfaldlega á eftirgjöf þingsins hér heima sem nú er í sjónmáli. Icesavemálið á að fara fyrir dóm nema þjóðaratkvæðagreiðsla ákveði annað. Vona forsetinn sé þessa meðvitaður. Hinsvegar er maður hugsi varðandi skoðanaskipti sjálfstæðismanna.... Hvað fá þeir í staðinn?
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.2.2011 | 00:32
FAGNA BER ÞÁ ÞJÓÐIN DETTUR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.2.2011 | 03:41
HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS VAR EKKI Í ENGLANDI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)