24.1.2009 | 02:13
LÍNUR SKÝRAST.
Þá einn fer annar kemur. Forystusveitir stjórnmálaflokkanna standa frammi fyrir endyrnýjunum þessa dagana, framsókn reið á vaðið og spilaði djarft. Sporðaköst stærri flokkanna verða eflaust minni. Geir stígur nú af stalli og hugleiðingar um arftaka þegar hafnar. Sé ætlunin að höfða til fólks liggur borgarstýran beinast við. Framvarðasveit samfylkingar hefur engar yfirlýsingar gefið en klár ólga innan flokksins. Vandræði sjálfstæðismanna er hugmyndafræðin, vandræði samfylkingar eftirfylgni. Vinstri grænir eru vígreifir og formaðurinn ekki sízt. Þar fer ræðuskörungur mikill en viðhorf hans í kvótamálunum um margt óljós. Einnig varðandi lán AGS og ESB. Eftirlaunalögin hafa einnig legið honum á hálsi. Þetta verða þó að teljast smásyndir í heildarsamhenginu. Frjálslyndir eru syndlausir en jafnframt lánlausir. Innbyrðis átök í svo litlum flokki eru óásættanleg og laða ekki að kjósendur. Yfirlýsingar um kosningar 9.maí eru fagnaðarefni. Áhugasamir um landsstjórn geta nú hætt að berja bumbur og beint kröftum sínum í farvgeg. Mótmælendur eiga samt þakkir skildar fyrir framlag sitt til vitundar og lögreglan fyrir hófsemd en staðfestu. Stjórnmálaforingjarnir, Geir og Ingibjörg, eru þakkarlaus en fá þess í stað óskir um góðan bata og velfarnað.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2009 | 12:28
RAFMAGNSLEYSI.
Loksins ekkert að frétta. Hefðbundið rafmagnsleysi í blæstrinum. Gerist alltaf fari vindhraði yfir 7 vindstig. Nútíminn hverfur og kerti og spil eina úrræði dægrastyttingar. Enn ein augljós forréttindi landsbyggðarinnar. Önnur eru náttúrulega fjarlægðin frá höfuðborginni og hávaðanum þar. Samt er ég í heildina ánægður með þessa svokölluðu "borgaralegu óhlýðni". Hún hefur skilað ráðamönnum því að ganga ekki að öllu vísu og útiloka aldrei að verða fyrir eggi. "Sveitaleg óhlýðni" er að verzla ekki í heimabyggð. Minni að lokum á viðhorfssnúning varðandi fjárhagslega ávinninga. Í stað belgings vegna góðrar innkomu og útsjónarsemi tapa nú allir hver um annan þveran og forðast sem eld að skera sig úr. Allir vilja vera undir hrammi kreppunnar, að minnsta kosti á framhliðinni.
LÁBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 02:22
"ÞAÐ ER SKYLDA MÍN"
Tveir lögreglumenn grýttir og illa slasaðir. Táragasi beitt og skálmöld staðreynd. Skyldur lögreglumannsins eru þær sömu við þessa valdstjórn, fyrri valdstjórnir og komandi. Ég held að fáum hugnist að breyta því. Læknir gæti staðið frammi fyrir þeirri skyldu að blása lífi í Ólaf Ólafsson, Halldór Ásgrímsson eða Sigurð Einarsson. Ömurlegt hlutskipti myndu sumir segja en til þess gæti þó komið. Eflaust bera margir löggæzlumenn sama hug til ráðamanna og fólkið sem stendur þeim andspænis lemjandi potta og pönnur. Mótmælum því friðsamlega og látum lögregluna í friði. Hvort sem er: Kerti þessarar ríkisstjórnar er að brenna upp, hún mun engan verma hér eftir og limlestingar í hennar nafni vindhögg.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 00:26
FLOKKARNIR 5.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2009 | 00:23
"ÞETTA ÞÝÐIR STRÍÐ"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 10:05
VIRÐING ALÞINGIS.
Alþingi kemur saman í dag. Ræðuefni m.a. vátryggingarstarfsemi, greiðslur til líffæragjafa, áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu og kynjahlutföll í stjórnum fjármálafyrirtækja. Gott og gilt á venjulegum þriðjudegi í lífi þjóðar en er þetta venjulegur þriðjudagur í lífi þjóðar? Virðing alþingis er samkvæmt uppskeru og hvet ég alþingismenn að leggja niður vinnu og þegja þunnu hljóði uns stjórnvöld vakna upp úr dáinu, ræða ekkert, samþykkja ekkert, gera ekkert. Hungurverkfall þess vegna.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2009 | 02:03
VONARGLÆTA?
ENGIN UMSKIPTI MANNA Í ÁBYRGÐARSTÖÐUM RÚIR ÞJÓÐINA TRAUSTI Á ALÞJÓÐLEGUM VETTVANGI OG KEMUR Í VEG FYRIR ENDURREISN. Þetta hafa margir bent á og í Silfrinu í dag tveir málsmetandi hagfræðingar frá Bretlandi. Enn einn áfellisdómurinn yfir valdstjórninni og forgangi hennar. Hvar í röðinni er þjóðin? Hvert axarskaftið rekur annað og fólkið í landinu bíður þess eins að þessi mistakastjórn víki. Fyrr eygir fólk enga von. Framsóknarflokkurinn kastaði af sér margra ára dulu í dag og óska ég nýjum formanni til hamingju og velfarnaðar. Flokkurinn sýnir með þessu vali viðleitni og vonarglætu. Skrítlan í kringum talninguna léttir líka lund og undirstrikar einstæða kímnigáfu framsóknarmanna.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.1.2009 | 14:12
SKAGFIRZKUR GALDUR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 01:13
KÆTIST SENN VATNSFJARÐARPRÓFASTUR.
Yfirstandandi landsþing framsóknar byrjar með látum. Aðildarviðræður við evrópubandalagið samþykktar með skilyrðum sem margbúið er að lýsa yfir sem óraunhæfum og óaðgengilegum. Líkast vilja framsóknarmenn halda bæði evrópusinnum og ekki-evrópusinnum heitum, þ.e. báðum endum opnum. Þessa leið fara sjálfstæðismenn væntanlega einnig síðar í mánuðinum. Ræða fráfarandi formanns var ósanngjörn og á skjön við raunveruleikann. Firring á eigin gjörðum, frávarp bankahrunsins, fratyfirlýsing á frjálshyggjuna, allt mjög ósannfærandi og vekur kjósendur ekki til dáða. Geti framsóknarflokkurinn ekki horfst í augu við fortíðina á hann sér enga framtíð. Tel enda málalyktir varðandi ESB ekki til þess fallnar að halda tryggð grasrótarinnar og verði hoggið í sama knérunn í formannskjörinu mun flokkurinn súnka endanlega. Mun þá kætast Vatnsfjarðarprófastur.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.1.2009 | 22:13
KENNITÖLUR OG SYNDIR.
Útvarpsmennirnir knáu, Guðmundur og Sigurður, upplýsa nú að háttsettir kaupþingsmenn séu tengdir kaupum arabahöfðingja í kaupþingi rétt fyrir lokun. Þræðir þeirra liggja til skattaparadísar sem kallast Cayman. Eflaust verður ýmislegt rakið á komandi vikum og margt upplýst. Auðvitað ekki allt en sumt og kannski nóg til að þjóðin geti stungið einhverjum inn. Afstaða fólks er skiljanleg, fólkinu sem brenndi akurinn á ekki að leyfast að koma nálægt sáningunni sem framundan er. Margir ýja að lagarammanum sem var enginn og gjörðir þessa fólks því ekki refsiverðar. Má vera en sé ætlunin að rýra hér lífskjör um óákveðinn tíma, hækka skatta og skera niður, en láta almenning samtímis horfa upp á sökudólgana ryðja sér til rúms má búast við ófriði. Almenningur mun ekki nenna að taka þátt í slíku samfélagi og upplausn óumflúin. Því verður að gera mönnum ókleift að sturta niður sömu syndum á mismunandi kennitölum.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)