25.11.2008 | 03:58
BURĐARBITUNUM FĆKKAR.
Hrós til sjónvarpsins ađ sýna beint frá fundi kvöldsins. Mikill fjöldi og frummćlendur allir góđir. Ráđherrar sem mćttu fá prik fyrir ţađ en ekki frammistöđuna. Hrokinn í sumum yfirgengilegur, skortur á kímnigáfu sameiginlegur flestum og sýnu verst formađur samfylkingar sem missti frá sér ţjóđina í beinni. Iđnađarráđherra stóđ sig best og virtist afslappađur innan um atkvćđin. Hann ćtti ţó ađ búa sig undir útburđ eins og hinir ţví burđarbitunum fćkkar og megna brátt ekki ađ halda ţessari ömurlegustu leikmynd lýđveldisins uppi.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 04:06
IQ
Egill Helgason fékk á dögunum viđurkenningu fyrir sitt Silfur enda ţátturinn alllengi trónađ á toppi ţjóđmálaumrćđu á Íslandi. Svo var einnig í dag og óstađfestur grunur margra fékk byr undir báđa. Á ţar viđ ţann leynihjúp sem umlykur bankahruniđ og eftirmála ţess. Sá kvittur berst nú út ađ rúllettan sé hafin á ný, sömu fjárglćframenn, sömu bankastjórnendur. Vinnuveitandi ţeirra síđarnefndu ađ vísu annar, hiđ opinbera, en ţađ virđist engu breyta og ríkisstjórnin endurtekur fyrri mistök, ađ ađhafast ekkert og upplýsa ekkert. Erfitt er ađ finna skýringu á athćfinu, sú eina sem upp kemur ađ valdamenn eđa stjórnmálaflokkar séu beint eđa óbeint ţátttakendur. Margt hefur orkađ tvímćlis í öllu ţessu einkavćđingar- og útrásarferli, sumt frá í árdaga, annađ á síđustu dögum. Tilhögun stjórnvalda á uppgjöri bankanna er svo arfavitlaus ađ greindarvísitalan ein og sér dugir ekki til útskýringar.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2008 | 05:17
ÚTBURĐUR RÁĐAMANNA?
Mörgum ţykir nóg um hamaganginn viđ lögreglustöđina í dag. Kastađist í kekki vegna ófrelsis eins mótmćlandans. Auđvitađ eru óspektir aldrei til eftirbreytni en hvađ á fólk ađ gera? Reiđin kraumar í ţjóđfélaginu og hratt flćđir undan ráđamönnum. Ţeir, greyin, eru óvanir svona, hafa alltaf komist upp međ svínaríiđ. En ţegar strákgrey er hnepptur í varđhald fyrir litlar sakir međan ráđamenn, embćttismenn og athafnamenn sem velt hafa heilli ţjóđ um koll spranga um lausir og hafa ekki einu sinni vit á ađ koma sér í burtu, ţá vćri nú harla skaplaus ţjóđ sem ekket ađhefđist. Á Austurvelli hélt laganemi snarpa rćđu og hótađi útburđi stjórnenda úr opinberum byggingum verđi ţeir ekki farnir af sjálfsdáđum innan viku. Kannski verđa ráđherrar hnepptir í bönd og sendir til Timbúktu eins og Hannibal til Bolungarvíkur hérna um áriđ. Stríđ er í uppsiglingu á milli ríkisstjórnar og almennings. Hvort takist ađ svćla út ófögnuđinn kemur í ljós en vopnahlé er auđtryggt, einfaldlega međ yfirlýsingu um kosningar í vor.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 01:14
Á ŢURRUM SKÓM.
Nýleg uppáhelling ţeirra lćgst settu missti marks og hrjáđustu ţjóđfélagsţegnarnir áfram illa settir. Í hnotskurn vandanum frestađ og öll framkvćmd óljós og hálfkćringsleg. Í dag poppuđu skötuhjúin svo upp međ bragarbót eftirlaunalaga. Forkólfur alţýđusambandsins gaf frat í ţessa viđleitni og sagđi hana viđhalda gjánni á milli lagahöfunda og almennings. Samhliđa ţessu deila stjórnarliđar um nauđsyn kosninga. Sú skođun er ţó enn ríkjandi ađ ţeir sem skítinn skópu skulu hreinsa hann upp. Spurningin er hvort tilburđir valdhafa séu til komnir vegna réttlćtiskenndar eđa eingöngu yfirskyn hornreka fólks sem vill komast úr sjálfheldunni á ţurrum skóm? Mótmćli morgundagsins munu gefa vísbendingar um afstöđu almennings og ekki kćmi á óvart ţó enn fjölgi á Austurvelli.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 06:26
SÓLIN SEST Í AUSTRI.
Lífsstíll: Hús og bíll, húsbíll, sumarhús, Kína, B&O, hugoboss, Kjarval, Gilzenegger, spa, sjóvává.
Stjórnkerfi: Valdníđsla, hagsmunagćsla, leynimakk, sjálftaka, gullstólar, óreiđa, bruđl, svik, prettir, spilling.Samfélag: Landsbankadeildin,Glitnisrall,Kaupţingsmaraţon.
Ímynd: Viđskiptaundriđ mikla.Gildi: Veraldleg.Vís mađur sagđi ţjáninguna fćđingarhríđ skilningsins. Í hringekju mannkynssögunnar eru mót réttsćlis og andsćlis mest spennandi andartökin. Í ţeim sest sólin í austri. Í ţeim eru eftirlaunalög bćtt. Í ţeim er blossi vonar. LÁBloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2008 | 05:30
BREIĐFYLKING Í UPPSIGLINGU?
Sex vikur eru liđnar frá ţjóđarskellinum. Blórabögglinum kastađ á milli ríkisstjórnar, seđlabanka og fjármálaeftirlitsins. Andvaraleysiđ gagnvart útrásinni hefur veriđ ótrúlega útbreitt og gegnsýrt bćđi stjórnmálamenn og kerfi. Uppstokkun á hvorutveggja er óumflýjanleg. Eggjakast er ágćtt og ekki sýti ég ţó eitt falli á Björn og annađ á Össur en betur má ef duga skal. Breiđfylking fólks sem hafnar ríkjandi spillingu og sofandahćtti er í uppsiglingu og nái hún markmiđi sínu skipta álit Ingibjargar og Geirs, Árna og Össurar engu máli. Á ţeim degi verđur hćgt ađ draga fánann ađ húni, ekki fyrr.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 05:27
BREIĐFYLKING Í UPPSIGLINGU?
Sex vikur eru liđnar frá ţjóđarskellinum. Blórabögglinum kastađ á milli ríkisstjórnar, seđlabanka og fjármálaeftirlitsins. Andvaraleysiđ gagnvart útrásinni hefur veriđ ótrúlega útbreitt og gegnsýrt bćđi stjórnmálamenn og kerfi. Uppstokkun á hvorutveggja er óumflýjanleg. Eggjakast er ágćtt og ekki sýti ég ţó eitt falli á Björn og annađ á Össur en betur má ef duga skal. Breiđfylking fólks sem hafnar ríkjandi spillingu og sofandahćtti er í uppsiglingu og nái hún markmiđi sínu skipta álit Ingibjargar og Geirs, Árna og Össurar engu máli. Á ţeim degi verđur hćgt ađ draga fánann ađ húni, ekki fyrr.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 17:51
MÓTSAGNIR.
IMF veitir lán í óláni. Núna Íslandi. Fróđir segja skuldabyrđina ríflega 100% af ţjóđarframleiđslu. Vextirnir einir samsama árlegum kostnađi menntakerfisins og vextir viđbótarlánanna heilbrigđiskerfinu. Reglur ESB kveđa á um ađ skilyrđi viđtöku ţjóđar sé skuldsetning ađ hámarki 60% af ţjóđarframleiđslu. Samt heyrast hér raddir um inngöngu ESB innan árs. Á međan valdstjórnin dýfir landinu sem henni var treyst fyrir niđur í ill- eđa óviđráđanlegt skuldafen, treystir á samanskroppnar eigur bankanna, gefur frá sér dómstólaleiđina og lýtur í einu og öllu í lćgra haldi fyrir valdablokk evrópska efnahagsbandalagsins, ćpa ráđamenn á ţessum óraunhćfu nótum. Evrópuumrćđan verđur ekki umflúin en hana ţarf ađ taka án offors. Áköfum fylgismönnum er ekki treystandi, áköfum andstćđingum ei heldur. Enda ađildarviđrćđur eitt en túlkun annađ. Ađ útiloka ESB athugunarlaust er óráđ, ađ ćtla okkur inngöngu sömuleiđis. Í ţessu er afslappađ viđhorf heilladrýgst.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 04:16
HRÓKUR ALLS FAGNAĐAR.
Á einni viku hafa tveir á topp 10 lista alţingis horfiđ. Átt er viđ lund. Ţingheimur stendur rýrari eftir nema afleysingakellurnar komi á óvart. Fráfarandi formanni auđnađist ekki ćtlunarverk sitt og held ég ađ hlutleysi hans gagnvart frambođi Jóns Sigurđssonar á sínum tíma hafi hamlađ flugi. Guđna óska ég velfarnađar og votta framsóknarflokknum samúđ, hrókur alls fagnađar er farinn.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 03:49
KENNITALAN ÍSLAND 170644.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)