GARNAHLJÓĐ.

Aumingja Geir.  Hann er eflaust prýđisnáungi og líkast sá íslendingur sem heitast ţráir ađ snúa viđ tímans hjóli.  Nefndi í kastljósinu ađ hljóđ hefđi heyrst úr horni hefđi bönkunum á sínum tíma veriđ stillt upp viđ vegg.  Ţađ hljóđ er ţó líkast ámátlegt miđađ viđ garnahljóđin sem nú eru farin ađ heyrast.  Og ekki von á öđru en bćti í.   Ţó ţjóđin sé efins um tiltekt sömu ađila sem skítin skópu er ţađ ekki gagnkvćmt.  Geir stađfesti ţá skođun sína í sama viđtali.  Rétt hjá forsćtisráđherra ađ kosningar megi bíđa en ţjóđstjórn gćti ţó skilađ tvennu:  Meiri upplýsingu og meiri einingu ţegar fram í sćkir.   Uppgjör í höndum ţjóđstjórnar er uppgjör allrar ţjóđarinnar, uppgjör eingöngu í höndum stjórnarflokkanna  er uppgjör sjálfstćđismanna og samfylkingar, stjórnmálaafla sem hefđu getađ afstýrt miklu en höfđu annađ í forgangi.

LÁ 


BREZKA HEIMSVELDIĐ.

Vetrarhús hét kotbýli uns nafninu var breytt í Sumarhús.  Nú býđur bretinn íslendingum 600 milljarđa lán.  Skal summan borguđ brezkum innlánseigendum sem lögđu sparifé inn á  íslenzka banka ţarlendis sem buđu hćstu vexti Bretlandseyja, áhćttan ţví augljós.   Brezkir ráđamenn eru ólmir í ađ velta ţessari útrásartuđru yfir á íslenzka skattborgara sem flestir vissu ekkert um gyllibođiđ.  Í samantekt er sýn breta sú ađ ţeir bjóđa íslendingum lán sem hefur hér enga viđkomu heldur fer beint í vasa ţessara ólánsömu sparifjáreigenda, Ísland heldur skuldinni og áframhaldandi góđ samskipti ţjóđanna tryggđ.   Samţykki íslenzkir ráđamenn ţessa kúgunartilburđi breta eru Sumarhúsin aftur orđin Vetrarhús.   Viđ megum ekki láta ađrar ţjóđir segja okkur einhliđa fyrir verkum og jánka einungis til ađ halda friđinn.  Bjartur hafđi sitt stolt og ţó stundum hafi keyrt um ţverbak á hann mikiđ í okkur öllum.  Verum ţví sjálfstćđir íslendingar og lítum á ţessa liđveizlu brezka heimsveldisins sem grín.  


X-D FYRIR DROTTINN.

X-D fyrir Drottinn ómar víđa á elliheimilum á kjördag.  Sjálfbođaskutlurnar mćta ţá í morgunkaffiđ, minna á fagnađarerindiđ og aka síđan atkvćđunum á kjörstađ sem ţykir tilbreytingin góđ.  Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn hefur í drjúgan tíma rekist međ ţjóđinni, ekki eins lengi og hiđ eina, sanna en nćgilega ţó til ađ spyrđa ţau saman á kjördag.  Sá dagur gćti látiđ nćrri og ţó hiđ eina, sanna haldi sínu striki hefur hitt fagnađarerindiđ, X-D fyrir Drottinn, ţróast hratt í samanburđi.  Skýrzla fagnađarerindaeftirlitsins (FEE), sem stungiđ var undir stól, er svona:   Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn hvorki heldur vatni né gengur á ţví, er um megn ađ breyta ţessum bragđleysisvökva í vín og mettar ekki 300.000 ţúsund manns međ 130.000 ţúsund fiskígildum.  Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn bannar Pétri ađ fiska og breytir fiskiţorpinu hans í draugabć fyrir ferđamenn.   Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn blindar sjáendur, tungusker mćlendur og byggir hús sín á sandi.  Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn fyrirgefur ekki vorar skuldir heldur leiđir oss í freistni og frelsar ekkert frá illu.  Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn skrásetur alla heimsbyggđina á íslenska skattborgara.  Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn kastar fjöregginu fyrir höggorminn, endurreisir Sódómu, breytir örkinni í einkaţotu, lćtur burtreka vitringana, sendir sérsveitina í fjárhúsiđ og svínahjörđ á jötuna.  Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn nćlir Betlehemsstjörnum í útrásina, eignar sjálfu sér gullkálfinn og tređur undir Ingibjörgu asna til ađ ríđa inn um hliđ öryggisráđsins.   Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn rekur sína minnstu brćđur út í eyđimörkina međan borđin svigna undan krćsingum síđustu kvöldmáltíđanna.  Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn sleikir fćtur faríseanna međan ţeir eta, eltir ţá á ösnum út í lönd og kyssir fósturjörđina ađ skilnađi.  Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn reisir Júdas upp frá dauđum, skipar Barrabas í embćtti hćstaréttardómara og ćđsti presturinn hćkkar stýrivextina ţrisvar áđur en Ţorgerđur flýgur tvisvar.  Fagnađarerindiđ X-D fyrir Drottinn ađ eilífu, amen.  

KREPPAN EĐA GRÍMUR.

Svefnröskun.   Kreppan eđa Grímur.  Frétti af honum í blönduđu bokkía, ömurlegt.  Svipađ og Silfriđ međ jafnri kynjaskiptingu.   Svo er ég á öđrum degi föstu.  Ákvađ ađ prófa hungurverkfall til ađ vera ekki alveg grćnn ţegar skrambans kreppan skellur á.   Krakkarnir verđa svo međ á morgun og hinn.   Hundurinn sleppur enda óţarft ađ ţrengja ađ honum, viđ búum á fornleifum.   Víkin er nú viđ frostmark í öllum skilningi.  Og ţađ er eins og óáranin fyrir sunnan, ađ mestu heimabakađ.  100 milljónir í félagsheimili er umdeilanlegt en í varnargarđ ekki.  Ţađ er ekki bara ćskustöđ Pálma Gestssonar sem hverfur undir bing.  Verst er ţó ţetta blandađa bokkía á honum Grím, ţađ er eitthvađ svo óendanlega lítiđ Grjóthrun í ţví.

LÁ   


VETURSETA Á STRANDSTAĐ.

Undarleg frjálshyggja sem gerir bara ráđ fyrir plús.  Sömuleiđis milliríkjasamningar sem ánafna almenningi umframeyđslu örfárra.  Komi í ljós ađ  skuldir bankanna erlendis séu mál íslenzkra skattborgara eru börn okkar fest á klafa.   Ef ekki  verđur ástandiđ bćrilegra.  Kreppa er ţó óumflýjanleg, skýin hrannast upp ţó blindhríđin sé ekki hafin.  Komandi vetur pottţétt ţungur og óvíst ađ sjáist til sólar.  Frysti ríkisstjórnin ekki lánin gerir veturinn ţađ.  Á strandstađ höfum viđ vetursetu, húkum eins og ţáttakendur í óraunverulegum raunveruleikaţćtti.   Í ţetta sinn er ólíklegt ađ sá fjáđi vinni, miklu heldur sá séđi.   

LÁ  


ASNAREIĐ

Nýjar bankastjórnir ríkisbankanna eru teknar til starfa.  Jón Baldvin, sá fornfrćgi pólitíkus og nú knái álitsgjafi, segir tómt mál ađ forystusveit úr sama pytti sé hlutlaus eđa ótengd pólitísk.   Hér sé ţéttriđiđ net, ćttar- og kunningjatengsla allsráđandi og vonlaust ađ treysta liđveizlu ţađan.  Gildi ţađ jafnt um stjórnun og hreinsun.  Bankastjórar nýju bankanna eru stýrur sem heillar marga eitt og sér.  Yfirlýsingar liggja fyrir um afnám ofurlauna sem allir fagna.   Hvernig skyldi ţá hinn nýji launapýramídi vera?  Auđvitađ í fari forveranna, ekki gefinn upp.  Satt ađ segja var ég ađ vona ađ tími leyndarmálanna vćri liđinn í íslenzkri stjórnsýslu og pólitík.   Á aldrei ađ lćra af reynslunni og er gegnsćisumrćđa foringjanna á vinstri vćngnum enn ein asnareiđin?


KLAKINN AĐ BRÁĐNA.

Ísland á ekki upp á pallborđiđ í útlandinu ţessa dagana, niđurlćgingin heldur áfram og í dag fór frambođ okkar til öryggisráđsins í rusliđ.  Vonbrigđi segja ráđamenn en telja aurunum sem í ţetta fóru vel variđ.  Sjálfur fagnađi ég úrslitunum, sparnađurinn er umtalsverđur en einnig tel ég sess okkar utanlands mjög ofmetinn.  Vísa til varaforsetaefnis Mcains í Bandaríkjunum sem sagđist aldrei hafa hitt ţjóđarleiđtoga mánuđi eftir ađ hafa snćtt međ Ólafi okkar Ragnari.   Blađamađur vestanhafs reit frambođiđ farsakennt og óhugsandi ađ svona léttvigtarríki sem ađ auki vćri gjaldţrota gengdi slíkri ábyrgđarstöđu.   Og rússarnir eru hćttir viđ ađ lána.   Valdhöfum hér er nánast vorkunn.  Vonandi er frambođ okkar til öryggisráđsins síđasti naglinn í líkkistu veruleikafirringarinnar sem einkennt hefur ţessa ţjóđ umliđin ár og misseri.      


LEYNISKÝRZLAN

Hálf var hún nöturleg upprifjun kastljóssins á útrásinni í kvöld.   Fés snillinganna, orđrćđur, veizluhöld og VIParar á útopnu međan allt lék í lyndi.  Margir réđu ráđamönnum frá of miklu mingli viđ fjármálageirann og líkast ţau tengsl sem nú hefta marga.  Ekki sé ég ţjóđina treysta dómsmálaráđherra fyrir umsjón eftirmála og vart neinum nema óháđum ađilum erlendum.  Forsćtisráđherra kannast viđ brezku skýrzluna um umfang bankanna en las aldrei ađ sögn.  Fremur ótrúlegt en afglap ef satt er.  Kannski íslenzkir ráđamenn hafi séđ ofsjónum yfir ţví skattfé sem bankageirinn var ađ skila í ríkissjóđ og ţví tregđast viđ ađ hleypa ţeim úr landi.  Skildi ţetta vera innihald leyniskýrzlunnar, bankarnir hafi viljađ út en ríkisstjórnin hamlađ?   Hvađ sem öllu líđur, ţá er vaxandi skjálftavirkni í íslenzkum stjórnmálum og mikiđ sem undir kraumar.    Stórtíđindi tel ég í vćndum, risagos međ özkufalli og eimyrju, pólitísku mannfalli og embćttismanna.  Ísland er landiđ en óvíst um ókomna tíđ.

LÁ 


HVERSU DJÚPT ERUM VIĐ SOKKIN?

Umliđna daga hafa íslendingar velt fyrir sér hvernig bćgslagangur örfárra einstaklinga í útlöndum hafa hrakiđ landiđ út í botnlausan skuldapytt, milliríkjadeilur og algera óvissu.  Flestir íslendingar ömuđust ekki viđ ofurlaunum og gljálífi einkavćđingarinnar enda mál hluthafa ađ fást viđ slíkt.  Einstaklingum stóđ til bođa ađ taka ţátt í veizlunni, sumir ţáđu, ađrir ekki.  Svo kemur upp úr kafinu ađ íslenzkir skattgreiđendur í heild skuli standa skil á óreiđunni.  Hverskonar einkavćđing er ţađ sem hirđir bara plúsinn? Og nú kalla Evrópuríki hvađanćva ţjóđina til ábyrgđar, beita jafnvel hryđjuverkalögum, eignafrystingum og lokun fjárstreymis til landsins.   Kaupţing ćtlar ađ lögsćkja brezk stjórnvöld fyrir ađför ađ fyrirtćkinu, hugsanlega íslenzk stjórnvöld einnig.  Búiđ er ađ semja um kröfur hollendinga og önnur samningsferli í gangi.  Sendinefnd er í Rússlandi og athugar međ lánafyrirgreiđslu međan fjármálaráđherra grúskar í skilmálum alţjóđagjaldeyrissjóđsins.   Svo tuđa ţingmenn á Austurvelli um brottrekstur seđlabankastjóranna og tafarlausa umsókn í ESB.  Er ekki forgangsatriđi ađ kanna hvar viđ stöndum gagnvart öllum ţessum milljarđa fjárkröfum utanlands?  Lögmenn hafa haldiđ fram ađ íslenska ríkinu beri engin skylda ađ uppfylla ţessar kröfur og sé svo, um hvađ erum viđ ađ semja viđ hollendinga og breta?  Hversu miklar eignir eiga bankarnir erlendis?  Hefur einhverju veriđ skotiđ undan og ţá hversu miklu og af hverjum?  Fjármálaeftirlitiđ gerđi athugasemd viđ umfang bankastarfsemi í útlandinu fyrr á ţessu ári, ţađ liggur fyrir, en greinilega ekki sinnt.  Hverra sök er ţađ?  Sem ţjóđ verđum viđ ađ komast til botns í ţessu dýi og finna út hversu djúpt viđ erum sokkin.   Vonlaust er ađ taka afstöđu til hluta sem enginn veit hvar liggja, ţađ getur hreinlega skađađ og gert illt verra.  Ţeim hlýtur ađ fćkka bónarferđunum ef ţjóđin er eftir allt saman ekki undir oki bankaskuldanna í útlöndum.  Ţađ hlýtur líka ađ létta á íslenzkum almenningi séu lán ţeirra fryst.   Forđumst nú fum og fljótfćrni, setjum í forgang ađ finna út hvar viđ stöndum og látum síđan hendur standa fram úr ermum.  

LÁ      


FULLT TUNGL

Á fullu tungli er annađhvort ađ búa til börn eđa spyrja sig:  Er ţetta ekki bara vondur draumur?  Getur veriđ ađ óbreyttur íslendingur, áhćttufćlinn, heimasjúkur og hóstandi ţurfi ađ borga einkavćđinguna?  Er Pútín Stalínsson okkar eini vinur?   Mannauđurinn, var hann ofmetinn?   Eđa var hann kannski vanmetinn?   Hvađa skýrzlu var stungiđ undir stól?   Bjöllurnar gullu á heiđskírri nótt í huga löngu látinnar sjálfstćđishetju hvurs  fall var faliđ í dönskum stiga.   Á fullu tungli er fátt um svör. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband