14.10.2008 | 01:55
ALŢINGISBEKKURINN
Heitur Egill komst lítt áleiđis andspćnis svölum Jóni í silfrinu á sunnudag. Jón handviss um fljótrćđi í uppkaupum ríkisins á Glitni og bersýnilega vonsvikinn yfir ađ fá ekki aukiđ svigrúm í tíma og fé. Kvađ alheimskreppuna ófyrirséđa og sökudólg. Á međan smíđađi Egill aftökupall án dóms og laga. En hvort heldur, vel rekin fyrirtćki eđa svikamylla, ţá var falliđ ekki ófyrirséđ. Margir, međal annars einn viđmćlandinn í sama silfri, bentu á galla ţessa gangverks og spáđu fyrir ţví sem nú er orđiđ. Vissulega má deila á athafnamenn viđskiptalífsins, atgang ţeirra og sinnuleysi. Lagaramminn var ţó ekki ţeirra stakkur, hann var annarra og hverra? Sami Egill, ekki eins heitur ţó, spurđi viku fyrr tvo óbreytta stjórnarţingmenn, hagfrćđing og stćrđfrćđing, hvers vegna svona fjármálahamfarir gćtu átt sér stađ á ţeirra vakt. Báđir báru blak af sínu en hvorugum datt í hug nýr starfsvettvangur. Ţetta held ég ađ verđi vandamál komandi uppgjörs í stjórnmálum: Sama liđiđ í sömu fötunum, alţingi skólabekkur og ţađ tossabekkur.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 06:39
ELDRI BORGARAR Á ŢINGEYRI
Grjóthruniđ í pólitíkinni fór framhjá í dag. Var upptekinn af sjálfum mér. Sá Grím og Ringsted í Óshlíđinni, einnig upptekna. Hlíđarendi forđum breyttist í vígvöll er Gunnar sneri heim, Bolungarvíkin ţegar Grímur fór. Ólíkindalegt hve vandrćđi fylgja sumum mönnum. Í örmum sjónvarpssálfrćđingsins sá fornvinur minn Lýđinn glćstan fulltrúa ungu kynslóđarinnar og víst mun ljóst hvađan Nói albíNói fékk sína ull. Pirrađi mig eilítiđ myndskeiđiđ af hundinum höltum. Upplýsi áhugasama um ađ heltinni er lokiđ og ţađ án viđskilnađar viđ ţennan heim. Eftir örfáa klukkutíma verđ ég á Ţingeyri en ţađ er gróđursćll smábćr á mörkum hins byggilega. Mun snćđa ţar međ eldri borgurum sem hafa meiri áhuga á lífinu eftir dauđann en kreppunni hér. Afturhvarf til fyrri tíma mun ţó eflaust auka nyt eldri borgara, augljóst dćmi er uppljóstrun gamalla gönguleiđa. Jú, og svo auđvitađ snćriđ til útihúsanna, pólstjarnan og Drottinn allsherjar. Allt ómissandi fyrirbćri í ratleik lífsins. Mćli međ eldri borgurum á Ţingeyri, ekki sízt fyrir stjórnmálamenn.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 04:38
INN/ÚT
Ísbjörg er mikiđ öfugmćli, svo mikiđ ađ jađrar viđ annađ öfugmćli, morgunstund gefur gull í mund. Innistćđueigendur Ísbjargar segjast eiga kröfu á íslenzka skattgreiđendur varđandi sparifé sitt enda séu bankaeigendurnir íslenskir. Hei, hei, segjum viđ, ţetta eru prívatbankar, eign útrásararvíkinga og á ţeirra vegum en ekki íslenzka ríkisins. A, a, ekki aldeilis segja ţeir og vísa til skuldbindinga í milliríkjasamningum. Heyriđ´i nú, hvernig dettur ykkur í hug ađ viđ sem ţjóđ eigum ađ taka ábyrgđ á einkabanka í útlandinu sem viđ vissum varla ađ vćri til? Ţessir bankagúbbar verđa bara sjálfir ađ greiđa úr sínu klúđri, ekki viđ! Ţá ćpa ţeir: Viđ klögum í Gordon og Darling! Milliríkjadeila stađreynd, váá, frábćrt, ţćr eru alltaf svo spennandi. Svo tilkynnir Dr. Árni, med et kýr, ađ samningur sé í höfn viđ Niđurlönd, ađra Ísbjörgina. Og hann hljóđar svo: Niđurlendingar lána íslendingum 300 milljarđa svo ţeir geti borgađ hinum hollensku skipsbrotsmönnum Ísbjargar. Ţess má geta ađ sigur á hollendingum í sparkbolta var ekki innifalinn. Og svo er tjallinn eftir, 1000 milljarđar. Íslendingur hlýtur ađ klóra sér í hausnum yfir ţessum málalyktum og spyrja: Hvernig gátu íslenzkir ráđamenn samţykkt svona klausu og ţađ í milliríkjasamningi? Og til hvers? En sé svo, hvernig gat ţetta belgst svona út, ţurftu útrásarvíkingarnir ekki ađ sćkja um starfsleyfi hingađ eđa ţangađ, var ekkert eftirlit međ gengi ţeirra og vexti og engin takmörk á umsvifum? Vissi enginn neitt? Hvar var fjármálaeftirlitiđ, seđlabankinn og grísirnir ţrír? Hvar var Árni, Geir, Guđni, Ingibjörg Sólrún, Össur, Grímur? Ráđherra kom heim út af ísbirni, annar fór til Kína og aftur til baka og aftur til Kína og aftur til baka. Og ţannig flugu fyrirmennin á undan ţeim og önnur á undan ţeim. En nú er örninn sestur og borin von ađ hann hefjist til flugs á ný nema allir snúi bökum saman og kasti öllu nema ţví allra nauđsynlegasta. Launakröfur: Út, áhyggjulaus ćvikvöld: Út, lífeyrissparnađur út, Helgi Seljan: Út, framkvćmdir sveitarfélaga: Út, snillingar útrásarinnar: Fóru sjálfir út, jafnréttisbaráttan: Út, náttúruvernd: Út, Hannes Hólmsteinn: Út, ímynd Íslands: Út, lífeyrir fyrrum ráđherra, sérílagi ţeirra sem ýttu einkavćđingunni úr vör: Inn. Hvernig er hćgt annađ en ađ elska svona ţjóđ?
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2008 | 04:53
KREPPUKJAFTĆĐI
Loksins er veizlan búin. Ţreytandi ađ verđa. Sýndist vélin til Ísafjarđar ađeins á einum hreyfli til ađ spara eldsneyti. Alveg eins og mađur sjálfur fyrri hluta dags. Kreppa er auđvitađ ekkert annađ en núllstilling, löngu tímabćr flótti frá óhófi og úrkynjun. En hrunadansinn bođar morgunskímu nýs dags ţar sem efni mun víkja fyrir anda. Heimilin fá loksins friđ fyrir gyllibođum bankanna, sólarlandaferđum, makkdónalds, kortatímabilum, ţotugný og Björgólfsfeđgum. Í stađinn koma íslenzkar kartöflur, slátur, lautarferđir, húslestur og heimabakađ. Ok efnishyggjunnar, skrilljarđarnir munu heyra sögunni til og króna í hendi best. Í ofanálag eru útlendingamálin ađ leysast af sjálfu sér. Og ţó bretinn líki okkur viđ hryđjuverkamenn skulu ţeir bara passa sig, ţorskastríđin voru öll okkar megin. Svo erum viđ líka búin ađ eignast nýja vini. Ég get ómögulega séđ neina kreppu í ţessu.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
2.6.2008 | 01:21
SJÓMENN Á FALLANDA FĆTI
Góđan daginn, sjómenn, ţetta var ykkar dagur. Allir óska stéttinni til hamingju međ unnin störf í ţái og núi, lofa framlag hennar til ţjóđarskútunnar og minnast. Engum dylst ţó breytt viđhorf almennt til sjómennsku. Hún er töluđ niđur, véfengd sem framtíđarstarf og launalega botnfallin. Hetjur hafsins eru gamlir menn međ skegg, gengnar gođsagnir. Margir telja fjármálageirann arftaka sjávarútvegsins. Ţegar menn líta á mannvaliđ ţar má skynja hvađan aurinn hefur oltiđ. Hiđ frjálsa kvótaframsal hefur haft í för međ sér gríđarlega tilfćrslu fjármuna frá sjávarútvegi til áhćttufjárfestinga, sömu menn, nýr vettvangur. Fjárfestingar í flugfélögum, fótboltafélögum, verslanakeđjum eđa hvađeina geta aldrei myndađ ţjóđargrunn, óvissan er einfaldlega of mikil. Viđ höfum líka séđ hvernig umgengnin er á ţessum markađi, ofurlaun, fríđindi og sjálftaka, allt svo úr hófi fram ađ ţjóđarskömm er ađ. Ísland býr enn ađ sjávarauđlindinni og fleiri má eygja í náinni framtíđ. Niđurlćging sjómannastéttarinnar hófst međ kvótaframsalinu. Hagrćđingin sem hún átti ađ skila hefur aldrei veriđ atvinnugreinarinnar heldur ţeirra sem hćtta. Hinn sjálfstćđi sjómađur er ţví ekki lengur til. Hreyta sjómannastéttarinnar ćtti ađ hćtta koddaslagnum og taka frekar ţann slag einan sem skiptir sköpum, bćđi fyrir ţá og ţjóđarheill, fara út og róa, allir sem einn.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2008 | 03:58
LANDSBYGGĐIN KVÖDD
Sneri nefinu til borgarinnar í dag. Landsbyggđin kvödd. Ók í góđum félagsskap hunds og eigin afurđar. Afgangurinn tók flugiđ, ţ.á.m. hinn vćri, mánađargamli, Verka-Lýđur. Greyiđ er farinn ađ brosa ţegar enginn sér til. Fuglalíf er fjörugt viđ Djúp og í djúpbotninum veifađi spéfugl rauđri hárkollu og afhenti okkur söđul til viđgerđar í Sollinum. Í fyrstu taldi ég ţetta sérann í Vatnsfirđi en krakkinn ţekkti sinn skírnarprest og hvćsti. Á heiđinni hringdi Grímur af heimili Mcartneys í Liverpool og lýsti tremma í hópi íslendinga sem ţar voru. Alltaf skal landinn tremmast á erlendri grundu. Ţorskafjarđarleiđin var bráđin og bauđ okkur yfirferđ. Á henni miđri gerđu vart viđ sig steinsmugueinkenni og lendingarstađur valinn í Bjarkarlundi. Yfirstandi útihátíđ setti strik í reikninginn, lokatökur Dagvaktarinnar međ Gnarr og félögum. Aflausnin varđ ţví ekki fyrr en á Skessuhorni. En hundinum var létt og ţá okkur hinum. Viđ Bifröst bjargađi ég veglausri konu, fann fyrir hana kandidat til dekkjaskipta. Krakkinn orgađi á ís í Baulunni en innkaupastjórninni hafnađ. Neyddist til áfyllingar í Hyrnunni og keypti í leiđinni sýslumannsbita handa hundinum. Á Borgarfjarđarbrúnni hófst hefđbundinn spurningaleikur, krakkanum tókst ađ vinna sér inn 500 krónur og slapp ţví međ 300 úr eigin vasa fyrir gangnagjaldinu. Ţađ var svo á Breiđholtsbrautinni sem okkur dreifbýlistúttunum var gefiđ fyrsta fokkmerkiđ, var ţar ađ verki kona, ábyggilega á sjötugsaldri. Viđ brostum til hennar öll enda hvergi fegurra vorkvöldiđ en í henni Reykjavík.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2008 | 04:48
HJÁLPUM ŢEIM
5 kúlur til Búrma. Ţúsundir farast. 100 kúlur hingađ. 30 minniháttar meiđsl. Hjálpum íslendingum fyrst. Kynţáttahatur. Tökum ţátt í alţjóđlegu hjálparstarfi. 5 kúlur til Búrma. Hjálpum íslendingum fyrst. Magnús Ţór. Geir Haarde. Ingibjörg Sólrún. Hjálpum ţeim.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2008 | 03:35
LOKSINS SAMSTAĐA
Mikill ógnarkraftur fylgir jarđskjálftum en líka sameiningarkraftur. Ţađ sýndi sig á Íslandi í dag. Spyrja má hvers vegna ţurfi jarđhrćringar, eldgos eđa ísöld til ađ draga fram samstöđuna ţegar atvinnumál, afkoma og stjórnsýsla eru almennt miklu veigameiri mál í lífi ţjóđar en sprungur í húsum, malbiki og framhandleggsbeinum. En íslenzka ţjóđin var ţjóđ í dag og líkast betra ađ ná ţví međ einstaka skjálftavirkni en aldrei.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2008 | 01:03
GRJÓTHRUN SJÁVARMEGIN Í ÓSHLÍĐ
Óshlíđin var skekin í dag af meiru en múkkum og grjóthnullungum. Bolvíska hrunsveitin, Grjóthrun (í Hólshreppi) lét greipar sópa utanvert í hlíđinni og ţrykkti tónum í tilefni plötuútgáfu sinnar. Vegfarendur sem vanir eru ađ sjá grjóthruniđ fjallsmegin ráku upp stór augu ađ sjá ţađ sjávarmegin og sneru nokkrir viđ. Pólitík, Jónas, heimspeki og ástleysi eru yrkisefni Grjóthrunsins ásamt hlíđinni alrćmdu sem međ nýju gati mun brátt heyra sögunni til. Áhugamenn um ofangreint ćttu ekki ađ láta diskinn fram hjá sér fara en hann liggur nú rjúkandi heitur í hljómplötubúđum um allt land á óuppsprengdu verđi. Blessuđ sértu, hljómsveitin mín.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 02:54
HVERSU LENGI SKAL JARLINN HERĐA?
Vinstri grćnir flagga nú tillögum í kvótamálunum, seint en samt. Ć fleiri stjórnmálamenn gera sér grein fyrir ţeim feigđarósi sem óbreytt kerfi inniber og sjálfstćđismenn nú einu heildrćnu málsvarar ţessarar ónytar. Grćnir bođa međ tillögum sínum grundvallarbreytingar međ góđri ađlögun, firningu á 20 árum. Međ ţessu vilja grćnir eflaust slá á kollsteypukenningu kvótasinna sem spá hruni, báli og brandi verđi hróflađ viđ ríkjandi ástandi. Á ţetta vilja vinstri grćnir reyna og eru ţeir ekki einir á báti, í hugum margra er kvótaframsaliđ mesta mannréttindabrot lýđveldisins. Uppgjörinu hefur ţó enn veriđ slegiđ á frest og sjálfstćđismenn sem áđur skákuđu í skjóli framsóknar gera ţađ nú í skjóli samfylkingar. Hversu lengi skal jarlinn herđa?
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)