27.5.2008 | 00:56
AĐHALD STÖĐVAR TVÖ
Frétta"mál"flutningur Stöđvar 2 á loforđabrestum ríkisstjórnarinnar fer fyrir brjóstiđ á stjórnarparinu og óyndi ţar á bć međ ţetta framtak. Einelti og ekkifrétt segja ţau en hvernig er hćgt ađ leggja ríkisstjórn í einelti? Fréttastofan er hér ađ rćkja sitt ađhaldshlutverk og minna á upplegg sem bođađ var fyrir kosningar. Fréttastofa sem ekki er á vegum hins opinbera. Einnig bar á góma flugsmáti ţeirra skötuhjúa og ţótti báđum hlálegt. En skilabođin til almennings eru: Vér eyđum međan ţér spariđ. Hlutverk ţingmanna er ađ ganga á undan, sýna fordćmi og ráđdeild í hvívetna. Angur vegna ađfinnslna í ţessum efnum er kulnunarteikn, veruleikafirring fólks sem of lengi hefur veriđ óhaggađ.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2008 | 01:35
RÍKISSTJÓRNIN EINS ÁRS.
Egill er kominn í sumarfrí en eftirlét stjórnmálaforingjunum síđasta ţátt vorsins. Einkunnir ríkisstjórnarinnar voru eins og stigagjöf söngvakeppninnar, eftir landafrćđinni, slíks er jú von. Áliti mannrétindanefndar SŢ varđandi fiskveiđistjórnunina verđur svarađ en án umrćđu í ţinginu. Svarbréfiđ mun lýsa málinu í skođun. Eftirlaunalögin eru mistök segja foringjarnir en snúin og ná ekki fram ađ ganga fyrir ţinglok. Hinsvegar náđist á vorţinginu ađ afnema skatt á hlutabréfahagnađ. Ţetta snarrćđi ríkisstjórnarinnar kemur sér vel fyrir banka og fjárfestingarfélög. Jakob stuđmađur ćtti ađ kanna ţennan möguleika. Steingrímur sakađi Guđjón um linkind í garđ upphlaupa eigin flokksmanna og vissulega rétt en Guđjón átti sprett varđandi nýjan vaxtarbrodd landsbyggđar, sjóstangaveiđina, taldi innlimun ţeirra veiđa í kvóta drepa kímiđ í fćđingu. Stjórnarpariđ lét sér fátt um finnast og telja öryggisráđiđ mikilvćgara fyrir íslenzka ţjóđ. Steingrímur gaf kvótakerfinu falleinkunn og hnykkti einfaldlega út međ ţeirri stađreynd ađ fiskverndunarmarkmiđin hafi gjörsamlega fallerađ. Ingibjörg var ein á báti í evrópumálunum og sökuđ um ađ tala niđur krónuna. Steingrímur minnti á heimastjórn og dug hennar fyrir íslenzka ţjóđ. Ţó Geir hafi veriđ hógvćr eins og góđum landsföđur sćmir er í samantekt bersýnilegt ađ ţađ er hans gangverk sem situr á eftirlaunafrumvarpinu, ţađ er hans gangverk sem ekki vill leiđrétta mannréttindabrot núverandi fiskveiđistjórnar, ţađ er hans gangverk sem handstýrđi sölu eigna á varnarliđssvćđinu, ţađ er hans gangverk sem ýtir samfylkingunni inn í eimyrjuna í umhverfismálum og ţađ er hans gangverk sem eftirlćtur fjármagnseigendum eyrnamerkta skattpeninga ríkisins. Ţessi ríkisstjórn hefur ekki setiđ auđum höndum, hjartađ hamast í samfylkingunni og heilinn í Valhöll.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2008 | 02:32
RÚSSLAND NÚLL STIG
Nú er ćđiđ á enda, vonbrigđi, Sigmar fúll og vinningslaginu spáđ núllta sćti í mínu partíi. Krakkarnir stóđu pligtina en líkast eru möguleikar okkar á sigri hverfandi vegna landfrćđilegrar legu sem er auđvitađ kostur ţegar litiđ er á kostnađinn. Hinsvegar rýrir ţađ gildi svona keppni ţegar innihaldiđ víkur algerlega fyrir landafrćđinni. En hefur júróvísíón forspárgildi varđandi ESB-ađild? Yrđi vćgi okkar ţar eitthvađ í líkingu? Hvers vegna ćtti ţađ ađ vera öđruvísi? 300.000 ţúsund manna eyland viđ yzta haf? Evrópusinnar hlćgja eflaust ađ samlíkingunni, andstćđingar fagna. Kannski er ţó vert ađ pćla í ţessu ţví júróvísíónkeppnin er samsuđa ólíkra ţjóđa međ ólíkan smekk og bakgrunn. Öllum er ljóst ađ í ţessari keppni erum viđ ekki vel í sveit sett og vart batnandi. Ţađ er ekki skođun heldur stađreynd ađ möguleikar okkar í öllu ţessu mannhafi eru hverfandi. Hagsmunir okkar, smekkur og tillegg eru eđlilega ekki í öndvegi. Fullveldi hlýtur ađ vera ţjóđargersemi en illa rekiđ átylla til ađ leita á önnur miđ. Og okkur líkar dýrtíđin illa, vextirnir og gengiđ. Í ţessu sambandi er ESB í margra hugum töfralausn og ţeim virđist fjölga sem svo hugsa. Ţađ skref yrđi ţó ekki aftur tekiđ og ţví óvćnlegt ađ fylkja ţjóđinni andstćtt. Betra vćri ađ knýja fram vafaatriđin sem fyrst og rćđa ađild í ljósi stađreynda en ekki drauma eđa vćntinga.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 01:23
NEYTENDAVERND BARNA
Neytendavernd barna er víst ekki lengur á herđum foreldra heldur hinu opinbera og gáfnaljósin kynna ţessa dagana tillögur sínar til spornunar viđ óheilbrigđum stađalímyndum, virđingarleysi og neikvćđri líkamsímynd. Snilldin er fólgin í breytingum á bođstólum, ţ.e. fjarlćgja óhollustu úr hillum verslana, gos, nammi, flögur, sykurbústnar mjólkurvörur og saltpillur. Tilgangurinn ađ auđvelda foreldrum hringferđina. Ţar sem allir vilji veg barna sinna sem mestan telur neytendavörnin ađ tillögurnar fái góđan hljómgrunn. Einfaldari leiđ, ţ.e.a.s. nei, virđist ekki ná eyrum neytendaverndar enda ógnar sú leiđ tilveru hennar og myndi gera hana óţarfa. En sé ţađ vegsauki barns ađ gera ţađ ađ litlum innkaupastjóra eru tillögurnar hreint út sagt frábćrar.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 02:47
ESB ÚRSLITAKVÖLD
Í miđri flóttamannaumrćđunni blossar upp ţjóđerniskennd landans í söngvakeppni glyss og homma. Hommarnir sameinast í ađdáun ţessarar keppni og viđ hin međ ţeim, gagnkynhneigđ og gamaldags. Frammistađan í kvöld var ein okkar glćstasta og ţarf ađ fara aftur til Stormskers til ađ finna betra lag. Langţráđum áfanga er náđ og allt hér eftir sigur nema 1sta sćtiđ sem gćti komiđ okkur í bobba. Milljarđur í júróvísíón yrđi vćntanlega enn umdeildara en flóttamannahjálpin á Akranesi og mikil andstađa talin hláleg af öđrum evrópubúum, jafnvel yrđu möguleikar á evrópusambandsađild úr sögunni. Laugardagskvöldiđ gćti ţví orđiđ annađ og meira en hommapopp, kannski ESB úrslitakvöld ţví ef viđ vinnum hljóta andstćđingar ađildar ađ gera sér mat úr ţeirri dásamlegu fyrigjöf.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 03:21
LÝĐSSON
Flestar lífverur hafa ákveđinn fengitíma. Sum hlaupa á vikum og mánuđum, önnur ađeins dagslengd eins og elgirnir. Tilgangurinn fjölgun tegundarinnar ţó nautn fylgi kannski stundum, hver veit? Í mannheimum er fengitíminn allt áriđ og nautnin yfirleitt forsenda gjörnings. Kynlífskönnun, gerđ á Íslandi fyrir nokkrum árum, sýndi tíđni athafna langt umfram ávexti jafnvel ţó gert sé ráđ fyrir belgingi landans og ýkjum. Á mínu heimili má lítiđ út af bregđa og ávaxtakarfan orđin nánast full. Nýveriđ leit nýjasti sprotinn dagsins ljós, blásvartur hárbrúskur, gulur eins og banani og leit hófst ađ austurlenskum bćjarfola. Í fyrradag, mér til mikils léttis, hvarf gulan eins og bráđiđ smér og krakkinn fór ađ orga og lengjast. Ţá fyrst fauk í okkur hundinn og trampađur gćsagangur til bćjarstjórans en hevítiđ var farinn og sá nýi kom ekki til greina, ruglađist á fengitímanum. Í kvöld, aftastur í bleyjubiđröđinni, sá ég svo blásvartar hárflyksur falla í gólfiđ, eina af annarri og í skallablettunum hvítan ćđadún teygja sig til himins. Og orgiđ hćtt. Hvorutveggja örugg teikn, ţegjandinn og dúnninn, af Lýđ er hann kominn og Lýđsson vera. Ekki Grímsson eđa Falungongson. En ţá skaut niđur nýrri hugsun, afhverju, ég elska Grím og dái Falungong? Hvers vegna endilega Lýđsson?! Svei mér ađ ég geti svarađ ţví....
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 01:43
ER NAUĐSYNLEGT AĐ SKJÓTA ŢÁ?
Mörgum hryllir viđ ţeirri ákvörđun sjávarútvegsráđherra ađ gefa skotleyfi á hvali enn á ný. Ferđamannabransanum er ekki skemmt og segir meiri hagsmunum fórnađ fyrir minni. Sumir myndu umorđa ţetta á ţann veg ađ ţeirra hagsmunum vćri fórnađ fyrir annarra. Ísmađurinn telur ónýttar dýrategundir almennt tilgangslausar og hrćsni ađ amast viđ veiđum annarra en fara síđan heim og éta lambiđ sitt. Hvalinn skjótum viđ í sínu náttúrulega umhverfi og dauđastríđiđ nokkur andartök en kjúklingar ala sína önn alla í útrýmingarbúđum og sjá aldrei ljósiđ nema í dauđanum. Hrefnur eru ekki taldar í útrýmingarhćttu og veiđar í atvinnuskyni ćttu ţví ađ geta dafnađ samhliđa hvalaskođun. Náttúruvernd er ţörf en ţarf ađgreiningu frá tilfinningaöfgum. Á sama hátt er lítiđ vit ađ stunda hvalveiđar í atvinnuskyni nema arđur sé af. Mig undrar ţó mest hvílíka athygli einmitt ţessi ákvörđun sjávarútvegsráđherra hlýtur ţví hún er langt í frá sú vitlausasta.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
20.5.2008 | 11:38
AKRANESVITI
Akranesviti er enginn hálfviti. Hann logar glatt og lýsir sjófarendum til landsýnar. Í kaupstađnum sjálfum sjá menn ekkert fyrir húsum og ţramma öngstrćtin međ ratljós og minnisblokkir. Alíslenzkur andi blćs á palestínskan púđurreyk en vökul augu fylgjast međ í gluggum, skjálg mörg og bera merki skyldleika. Samtímis hoppar óséđur bćjarstjórinn yfir óbrúađan bćjarlćkinn en í honum rennur alíslenzkt hland blandađ útrunnum flokksskírteinum til sjávar. Akranesviti sem fyrr, enginn hálfviti og lýsir leiđina burt. Vestfjörđur, sem hrópar í örvćntingu á olíhreinsunarstöđ, skartar regnvatnsám enda fáir eftir orđnir til migu. Ţar yrđi palestínskum púđurreyk vel fagnađ.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 00:45
BANKASKÖMM
Bankarnir draga nú unnvörpum úr laxveiđiferđum. Sömuleiđis fá kaupendur húsnćđis ekki ađ yfirtaka gömul lán né seljendur ađ láta ţau fylgja međ í kaupunum. Nema vaxtaprósentan hćkki til samrćmis viđ nýrri lán. M.ö.o. á ađ breyta fyrirliggjandi forsendum bönkunum í hag. Fyrir kúnnann er ţetta eignaskerđing. Ţingmenn tala um ađ ekki sé hćgt ađ breyta eftirlaunalögum ţeirra sjálfra ţví ótćkt sé og jafnvel stjórnarskrárbrot ađ svipta fólki fyrirliggjandi réttindum sem ţađ reikni međ í framtíđinni. Ţađ hlýtur líka ađ gilda um íbúđaeigendur. Bankar mega gjarna hagnast en sífelld móđgun međ ofurlaunum, bođsferđum, vaxtaokri, ţjónustugjöldum og ţvingunum mun hitta ţá sjálfa fyrir.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2008 | 11:42
ŢJÓĐARBLÓMIĐ
Eitt sinn sagđi ágćtur kunningi minn ađ ég hefđi ekkert vit á pólitík. Ţá fannst mér dómurinn frekar harđur en nú eygi ég betur meininguna og er nokkuđ sáttur viđ innleggiđ. Alveg eins og ţjóđarblómiđ, Holtasóleyin, viđ kjósum fegurđ og virđingu en raunveruleikinn er túnfífillinn, hann er hiđ sanna ţjóđarblóm. Ţannig sá ég pólitík í Holtasóleynni og trúđi ađ hún snerist um fegurđ mannlífsins og bćtingu ţess. En stjórnmál eru eins og fíflarnir, skjóta rótum allsstađar, leggja allt undir sig og virđa engin mörk, eina markmiđiđ yfirráđ og fjölgun. Ekki ólíkt krabbameinsfrumum. Í vaxandi mćli tekur fólk ţátt í stjórnmálum á ţessum forsendum og orđ kunningja míns réttmćt. Holtasóleyin stendur ţó fyrir sínu, á stangli í óbyggđum, harđgert hálmstrá íslenskrar ţjóđar.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)