27.4.2008 | 04:08
HEIMA ER BEST
Heilbrigđisráđherra tekur undir ámćli Árna Tryggvasonar um ađbúnađ sjúklinga á geđdeild landspítalans. Segir ţetta raunar tilfelliđ víđar sem endurspegli ţörfina á nýju sjúkrahúsi. Ţarna er reginmisskilningur á ferđ. Innlögn er dýrt ef ekki dýrasta međferđarúrrćđiđ en inniber í hugum fólks ađ eitthvađ sé veriđ ađ gera. Á ţví er ţó allur gangur og sjúklingar í sumum tilvikum afskiptir langtímum saman. Til eru geđsjúkir sem ţurfa gćslu og sólarhringseftirlit en flestum dugir minni viđvera. Eftirfylgni í heimahúsum ćtti ađ vera keppikefli framtíđarinnar, ţangađ gćti kunnáttufólk leitađ og veitt stuđning og viđeigandi međferđ. Hvort heldur lćknisađstođ, ađhlynning, almenn ađstođ eđa félagsskapur, allt einstaklingsmiđađ og sjúklingurinn himinlifandi ađ geta veriđ heima. Fólk gćti svo leitađ til ţessara međferđarađila eftir ţörfum og ţannig jafnvel fyrirbyggt óefni og/eđa ágang sjúkdóma sinna. Svona kerfi er hćgt ađ sérsníđa í öllum greinum lćknisfrćđinnar og stórminnka međ ţví innlagningarţörf. Krabbameinssjúklingar njóta nú ţegar svona ţjónustu og ekki veit ég annađ en almenn ánćgja ríki međ fyrirkomulagiđ. Vona Guđlaugur íhugi ţennan vinkil víđar, hćtti viđ sjúkrahúsiđ og láti styttu af Davíđ nćgja.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2008 | 03:25
HESTEYRI FRAMTÍĐARINNAR
Brotthvarfi Gríms Atlasonar var mótmćlt međ friđsamlegum hćtti í morgunsári ţessa napra norđanbálsdags. Ekki ţarf ađ dvelja lengi í Bolungarvík til ađ sjá ađ ćtt, stađa og stétt lita bćjarfélagiđ sterkum litum. Hefđin er hér í hávegum og dínóar eins og sautjándi júní og sjómannadagur lifa enn góđu lífi. Einnig er kirkjusókn yfir međallagi miđađ viđ bílafjöldann á sunnudagsmorgnum. Ţorrablótiđ ţarf vart ađ nefna enda landsţekkt fyrir fastheldni. Sama má segja um einkaframtakiđ sem birtist bćđi í kökugerđ og kerruakstri og ekki sama hvađan gott kemur. Telja sumir ţađ reyndar raunverulega ástćđu sambandsslitanna í bćjarstjórn. Samfylkingin heldur reglulega umrćđufundi og situr viđ orđin tóm en sjallarnir éta kanadískan humar fyrir luktum dyrum og svíkja engan. Hommar fyrirfinnast ekki í bćnum en Páll Óskar fćr ađ koma í heimsókn á árlegum markađsdegi. Skal tekiđ fram ađ sá dagur er ekki í ástarviku. Lođnubrćđsla er í bćnum en engin málmbrćđsla. Járnhraukar spóka sig hinsvegar víđa en engin lođna. Nóg er af öđrum fisktegundum en ţađ kemur auđvitađ engum viđ. Bolungarvík er Hesteyri framtíđarinnar og brátt mun kirkjunni verđa rćnt og hún fćrđ á tjarnarhólmann í Reykjvík. Ţar munu sitja komandi pólítíkusar blađskellandi, blindfullir og hlusta á Grím hrópa edrú einn manna: "Ţessum vitleysingum var nćr, ţessum helvítis vitleysingum var nćr".
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 02:27
FERĐALAG
Klukkan er átta. Ferđalag framundan og ég haska mér fram úr. Klukkan er hálfníu og ég kominn vel af stađ en gleymi lykilatriđi og sný viđ. Klukkan er ellefu og í fyrsta sinn renni ég inn Skjaldfannardalinn ásamt ferđafélaga mínum, Ţórđi, fyrrum vagnstjóra á Flateyri. Klukkan er hálf tólf og ábúendur Laugalands frćđa okkur gestina um nyrztu gróđrastöđ heims sem á sína sögu í dalnum. Klukkan er tvö og viđ komnir til Hólmavíkur. Ţar vaskar Vagnstjórinn bílinn trúandi ţvćlu minni ađ Óli forseti sé í bćnum. Klukkan er ţrjú og mitt agnarsmáa kvikmyndafélag tekur mót rausnarlegum styrk frá menningarráđi vestfjarđa. Grímur, fyrrum bćjarstjóri Bolvíkinga, sinnir sínu síđasta embćttisverki og er mćttur á samkomuna. Hann skuldar mér pening. Klukkan er fjögur og ég sofna í bílnum, aftur á vesturleiđ. Klukkan er fimm og Vagnstjórinn tilkynnir sprungiđ dekk. Bíllinn stöđvar og ég viđra hundinn ţó hann sé ekki međ, vanafestan slík. Vagnstjórinn sprautar rjómafrođu í dekkiđ sem tekur viđ sér. Klukkan er fimm tíu og vagnstjórinn tilkynnir aftur sprungiđ dekk. Ég tilkynni Grím, á suđurleiđ, óhappiđ. Grímur spyr: Hvar. Svar: Vinstra afturdekk. Klukkan er fimm fimmtán og Vagnstjóranum um megn ađ losa varadekkiđ. Ţetta er ađ verđa fyndiđ og ég ákveđ ađ gera heimildarmynd. Klukkan er fimm tuttuguogfimm, Vagnstjórinn ráđlítill og fjasar. Í sömu svifum drífur ađ prest sem í samvinnu viđ almćttiđ losar varadekkiđ. Klukkan er fimm ţrjátíu og Vagnstjórinn finnur ekki tjakkinn. Presturinn galdrar einn upp úr vasanum og upp fer bíllinn. Klukkan er fimm ţrjátíuogfimm og Vagnstjórinn tilkynnir sprungiđ varadekk. Presturinn býđur okkur far til byggđa. Klukkan er sjö ţegar viđ rennum inn Skutulsfjörđinn og ţökkum presti greiđviknina. Klukkan er átta og viđ Vagnstjórinn rennum úr byggđ međ nýtt, loftfyllt varadekk, tjakk og hund. Klukkan er tíu og viđ komnir á áfangastađ ţar sem bíllinn bíđur. Klukkan er tíu tíu ţegar Vagnstjórinn tilkynnir ađ tjakkurinn sé of lítill. Fćr sér smók. Klukkan er tíu ţrjátíu ţegar ég banna meiri reyk í kringum hundinn. Klukkan tíu fjörutíu og andrúmsloftiđ ţrúgandi. Klukkan er tíu fjörutíuogfimm ţegar engill fellur af himni međ tjakk međferđis. Klukkan er tíu fimmtíuogfimm ţegar bíllinn loks er ökufćr. Klukkan er tólf fimmtíuog fimm eftir miđnćtti ţegar ég, Vagnstjórinn og hundurinn rennum inn í Ísafjarđarbć. Klukkan er eitt núll núll eftir miđnćtti ţegar viđ Vagnstjórinn föllumst í fađma og ţökkum frábćran dag. Klukkan er tvö tuttugu eftir miđnćtti og ég finn ekki tékkann međ styrkgreiđslunni. Klukkan er tvö tuttuguogfimm eftir miđnćtti og jörđin snýst.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 02:00
BORGARALEG ÓHLÝĐNI
Borgaraleg óhlýđni hefur sjaldan veriđ vandamál á Íslandi. Dagurinn í dag er ţví mörgum góđborgurum áfall. Herinn hans Bjössa, grár fyrir járnum, andspćnis friđarröskun á almannafćri. Vart er hćgt ađ mćla ađgerđum bílstjóra bót, skapa bćđi öngţveiti og hćttu en einnig er ţvingunin í garđ stjórnvalda í margra hugum ólíđanleg. En hvers vegna leggur ein stétt manna svona mikiđ á sig, fórnar vinnu sinni, atvinnutćkjum, mannorđi og jafnvel frelsi? Undirtónninn kom glögglega í ljós í málflutningi forsvarsmanns vörubílstjóra sem hjó í ráđamenn fyrir ára ađgerđarleysi, hroka og eilífa fjarveru. Framganga stjórnmálamanna er farin ađ fara fyrir brjóstiđ á mörgum, endalaust eigiđ sjálfshamp og sporslupólitík, handstýring, sjálftaka og óţurftir. Ţessi umgengni ţing- og sveitastjórnarmanna viđ umbođ sitt er farin ađ valda mikilli ţjóđfélagsundiröldu og ađgerđir lögreglunnar í dag auka fremur en minnka líkurnar ađ hún leysist úr lćđingi. Ráđherrar mćttu nú gjarna gera hlé á heimshornaflakki sínu, setjast niđur međ vörubílstjórum og semja. Verđi harka látin ráđa för ţarf herinn hans Bjössa svo sannarlega ađ taka á honum stóra sínum, óvíst er ađ hann hafi sigur.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 02:37
BLESS, GRÍMUR ATLASON
Eins og stormsveipur komstu inn í bćjarlífiđ, stór, fallegur og skemmtilegur enda ţess sérstaklega getiđ í ráđningarsamningnum. Beint úr sollinum varstu ferskur og ódrepandi í viđleitni ţinni ađ kynnast heimavönum vargi. Hafnarmálin voru ţér hugleikin og fyrir ţína tilstilli gerđumst viđ Bolvíkingar, hundurinn og ég. Í nótt stóđum viđ keikir á Grímsbrú, hlustuđum á fuglakvak og horfđum á dans norđurljósanna. Ţau lýstu upp himininn eins og andlit ţitt bćinn ađ ógleymdri spekinni sem upp úr ţér vall. Nú tekur viđ annađ andlit og önnur speki, hvorutveggja ekki ţú. Lengi lifi ţín stjarna, Grímur Atlason, verđandi fyrrverandi bćjarstjóri Bolvíkinga. Ég veit ţú kemur ekki í kvöld til mín en lengi lifir orđstír hveim sér góđan getur. Missir ţinn er mikill en missir bćjarins meiri. Góđa ferđ í burtu og ekki gleyma ađ borga mér ţađ sem ţú skuldar.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 00:06
KRÓNAN ER SAKLAUS
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2008 | 23:48
VITLAUST GEFIĐ
Sólarhringsumönnun alzheimersjúklings er metin á tćplega 20. ţúsund krónur. Ţetta er álíka upphćđ og dagpeningar opinberra starfsmanna í útlöndum. Ţegar viđ kaupum bensínlítra er um helmingur greiddrar upphćđar vegna álagna ríkisins. Af nćr öllu sem viđ kaupum rennur fjórđungur til ríkisins. Ríkissjóđur er skuldlaus. Sveitarfélögin hinsvegar ekki og taka samhliđa verri skuldastöđu á sig ć fleiri verkefni. Krónunni er haldiđ sofandi í öndunarvél eftir glannaakstur viđskiptajöfranna hvurs vit var ofmetiđ. Mannauđurinn safnar skrani, kerlingar flykkjast á stjórnunarnámskeiđ og börnin fá greiningar í stađ flengingar hér áđur fyrr. Byggingar hćkka og kallast turnar ţó verđgildiđ hjađni. Höfuđstólar hćkka líka en ráđherrastólarnir snúast bara í hringi og mennirnir međ. Stóriđjulausir vestfirđir, fagra Ísland, afnám eftirlaunafrumvarpsins, endurskođun fiskveiđistjórnunarkerfisins, allt merkingarlaust. En lífiđ er skilningstré og hver árhringur ýtir manni örlítiđ upp. Ţađ skýrir ađ einhverju leyti fjarveru eldri borgara á kjörstađ.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 03:59
AĐSTOĐARMANNAVĆĐING
Fallkandídatar frambođa falla ekki lengur í gleymskunnar dá heldur njóta góđs af aukinni ađstođarmannavćđingu ćđstu stjórnstiga lýđveldisins. Nefndarstörf eru sígild, einnig ađstođarmenn ráđherra, ţingmanna og borgarstjóra, kosningavakt í útlöndum er vinsćl sem og stjórnarsetur hvarvetna. Varaţingmönnum er mikiđ hampađ og reglulegum blađapistlum fallkandidata út haldiđ. Ţannig er aftaníossunum tryggđur ađgangur og kastljós, laun, biđlaun og fríđindi. Ţessum hópi vex ć ásmegin og umsvifin réttlćt međ brýnni ţörf og nútímastjórnmálum. Gamla slagorđiđ: Bákniđ burt, er nú orđiđ ađ takmarki höfunda og ekki hćgt ađ segja annađ en ađ mönnum hafi orđiđ vel ágegnt. Stjórnmálin hafa fundiđ sér farveg og fjölgar ţeim óđum sem taka sér far međ ţessum nýja tíđaranda. Guđ gaf og tók en ný kynslóđ stjórnmálamanna tekur bara og tekur. Frábćrt sýstem.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2008 | 04:54
REYKJAVÍKJURRUGL
Frammistađa kjörinna borgarfulltrúa í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili er eftirtektarverđ og sama hvar ber niđur. Flugvallarmáliđ er enn óuppgert, samt var fjármunum dćlt í samkeppni um Vatnsmýrarsvćđiđ. Sundabraut er í salti, fótboltastúkan úr gulli, miđborgin í niđurníđslu og vilja sumir ýtu á allt saman međan ađrir meta kofana á hundruđi milljóna. Heildrćn stefna er engin og naga meiri- og minnihlutar skóna hver af öđrum. Nýjasta sjokkiđ er svo afturgenginn REI-draugur sem birtist borgarbúum sem bitbein. Reyndar hefur núverandi borgarstjóri ekki á sér yfirbragđ hugsjónasdruslu og óvíst ađ samstarfsmenn hans í meirihlutanum geti hnikađ til málum. Einsýnt er ađ traust borgarbúa á ráđamönnum sínum verđur varla endurheimt á ţessu kjörtímabili og krafa um endurnýjun hlýtur ađ hljóma kröftuglega í ađdraganda kosninga. Lćrdóm má ţó draga af kjörtímabilinu, einn sá ađ ungt, fallegt fólk og reiprennandi er ekki endilega falliđ til stjórnunar, annan ţann ađ enginn stendur lengi í skugga fyrir tilviljun og ţriđji er annađ bćjarfélag. Til dćmis Flateyri.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 01:30
SNEYPUFÖR ÓLYMPÍUELDSINS
Fyrir nokkrum mánuđum hlakkađi öllum til ólympíuleikanna í Peking. Svo kom Tíbet og ţurfti endilega ađ varpa ljósi á hluti sem allir vissu reyndar fyrir. Atburđarás fór í gang og hvatningarhróp púrítana láta nú illa í eyrum stjórnmálamanna međan ólympíueldurinn gengur landa á milli. Í margra augum er ţessi tiltekni ólympíueldur birtingarmynd kúgunar en ekki hreysti og ţví hefur för hans yfirbragđ sneypu en ekki glćsileika. Ríkisstjórn Íslands stefnir ótrauđ á sćti í öryggisráđi sameinuđu ţjóđanna, tilgangurinn vćntanlega sá ađ gera sig gildandi á alţjóđavettvangi, taka afstöđu og vera međ. Fjarvera íslenzkra ráđamanna á opnunarhátíđ ólympíuleikanna er ađ taka afstöđu međ frelsi, međ mannréttindum, móti kúgun og móti ógnarstjórn. Ţetta tćkifćri nýtti Björk sér eftirminnilega á tónleikum eystra nýveriđ og uppskar virđingu. Fyrirliggjandi yfirlýsingar hérlendra ráđamanna eru hinsvegar ekki fallnar til virđingar heldur hćginda. Samstađa međ íţróttafólkinu er vont undanskot, spyrjum samt ađ leikslokum.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)