SIGURVÍMUR

Ađ sigra međ einu marki er sćtt, ađ tapa međ einu marki súrt.   Helmingaskipti vćri gustuk en hvađ eiga menn ađ gera sem ţekkja ekki ósigur?    Í kvöld var sigurviljinn einskćr og ţegar  höfuđandstćđingurinn fann súran keim í húsinu var gert leikhlé.   Viđ ţefuđum og fundum ekkert súrt heldur ţvert á móti ilminn sem viđ vildum taka međ okkur heim.   Skipherrann kastađi strax öllu nema ţví verđmćtasta, bćjarstjórinn dró í land, sjóarinn lofađi ađ hćtta ađ kjósa sjálfstćđisflokkinn, sundkennarinn hćtti öllum vettlingasundtökum en sjálfur féll ég í gólfiđ og kallađ skriđtćkling, megi sá sami eiga ţađ heiti.   Ţessi breytta leikađferđ hreif hinsvegar og sigurvíman okkar enn einu sinni.  Vćllinn í búningsherberginu minnti á sćngurkonur og drifum viđ okkur á brott hiđ snarasta.  Úrslitin spurđust út og okkur meinađur ís í söluturninum.   Ţađ breytti ţó engu um ađalatriđiđ sem er ekki ađ vera međ, ekki ađ sigra heldur ađ sigra međ einu marki. 

  


KOLLSPYRNA Í AFMĆLISGJÖF

Dásamlegum degi er lokiđ.   Veđurfarslega glatađur, en dásamlegur samt.   Fáir státa af knattspyrnubúningi í 45 ára afmćlisgjöf en ţađ gladdi ósegjanlega mitt gamla hjarta ađ sjá blábleikan búning Boltafélagsins glitra innan um afmćliskortin.   Í ţessum glađningi hélt ég ófrískur og borubrattur á vit óvissunar ásamt félögum mínum í Boltafélaginu.  Engar blindgötur voru mćttar til leiks en fyrir ţrábiđjan Skutulsfirđinga tókum viđ jöfnunarmann frá samfylkingunni.  Afmćlisbarn dagsins reiđ á vađiđ og setti knöttinn í lághorn andstćđinganna, óverjandi.  Krafđist í kjölfariđ viđlíka afmćlisgjafar allra liđsmanna Boltafélagsins.   Og enginn lét á sér standa, ekki einu sinni skipherrann.  Veglegasta afmćlisgjöfin var ţó bćjarstjórans sem međ  kollspyrnu í blálokin grátklekkti afmćlisbarniđ og innsiglađi sćtan sigur.   Í sturtuklefanum kiknađi bćjarstjórinn undan öllu hrósinu, óvanur slíku en  afmćlisbarniđ, 45 ára,  naut sigurvímunnar,  klárlega á hátindi ferilsins.   

RAUNVERULEIKAÁREITI

Áhyggjufaraldur vegna námsröskunar ríđur nú yfir.  Raunveruleikaáreitiđ er dvínandi námsárangur íslenzks ungviđis en fyrirliggjandi heimssamanburđur er óhagstćđari en áđur.   Stćrđfrćđi og náttúrufrćđi, einbeiting og útivist koma sýnu verst út.  Skyldi nokkurn undra?  Hvar eru sjónvarpslausu fimmtudagskvöldin og skautasvellin?   Skvapađur fjórtán ára unglingur skrifar á emmessenninu ađ hann hafi fengiđ nýjan farsíma árlega og nú ţann sjöunda.  Klukkan er tvö um nótt.  Jafnaldrinn hinumegin á línunni, líka skvapađur, sendir SMS-skeyti á međan til ţriđja skvapađa unglingsins sem leitar tilbođa á ebay.   Allir jórtra Snickers XXL og skola niđur međ mixi og/eđa kóki.  Í morgunsáriđ sökkar skólinn, krakkarnir vaktir, fóđrađir  međ súkkulađihjúpuđu morgunkorni, síđan skutlađ í skólann.   Allt liđiđ drullusyfjađ eftir óraunveruleikaáreiti nćturinnar.  Í hádeginu býđur skólinn upp á kakósúpu og síđdegis, ţegar búiđ er ađ aka  krakkafansinum heim, tekur skólastjórinn á móti klögum vefleiđis frá hneyksluđum foreldrum fórnarlamba óhollustunnar.   Fórnarlömbin sjálf glotta framan í vefmyndavélarnar, síheimkeyrđ.  En nú er nýtt frumvarp menntamála vćntanlegt og á hárréttum tíma.   Aldrei skal spyrjast um íslenzka ţjóđ viđvarandi međalmennska og nćsta mćling, eftir sjö ár, leiđir vafalaust í ljós hlussujákvćđa náms- og holdafarsröskun íslenzkra unglinga.   Kannski verđur líka kominn nýr forseti, kona vonandi, ţá fyrirsćta íslenzka lýđveldisins.   Ţađ eru björt raunveruleikaáreiti framundan.   


ŢINGSKÖP

Litklćđi nýbura er ekki ţađ eina sem angrar vinstri grćna ţessa dagana, breyting ţingskapa er ţeim líka ţyrnir í augum, málćđisréttinn má ekki missa.  Sjálfur foringinn lét gamminn geisa fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og ekki á fjöllum líkt og ţegar eftirlaunafrumvarpiđ var á dagskrá. Sjónvarpsmyndavélar ríkisins voru líka fjarri góđu gamni ţegar Atta Kidda Gau, foringi frjálslyndra, átaldi handstýrđa sölu varnarliđseigna ţar sem útbođsreglur voru hunsađar.  Á Bali er svo fundur iđnríkja um útblástursmál og ţrátt fyrir mikinn bćgslagang í orkumálum er íslenzka ríkisstjórnin tvístígandi í mengunarmálum jarđkringlunnar og heimavinnan trössuđ.   Ný ţingsköp geta vart annađ en bćtt.

STAĐIĐ Á GATI

 

Einn fylgifiskur jólanna er hreingerning og í okkar ranni var nýliđin helgi ţungamiđja ţessa leiđa en nauđsynlega framtaks.  Húsmóđirin ákvađ tilhögun, hreinsiefni og verkskipti, síđan var hafist handa.  Frábćr teymisvinna skilađi árangri og verklok áćtluđ um níu.  Ţá var fram dreginn jólaís og mér til ánćgju var sunnudagsmyndin hvorki gömul né bandarísk heldur ný og mexíkósk.  Ađ myndinni lokinni horfđi miđgrísinn á mig tárvotum augum:  Pabbi...  Ţađ er miklu betra fyrir ţessi börn ađ vera hér og ryksuga og taka til fyrir okkur.  Sérđu ţađ ekki?  Og ţarna stóđ ég á gati. 


KARDEMOMMUBĆRINN

Laugardagsnótt.  Dásamlegustu nćtur ćzkunnar, unglingsáranna, fullorđinsáranna, elliáranna?  Snjónum kyngir niđur rétt eins og ég sjálfur jólamatnum fyrr í kvöld.  Gómsćtir réttir, reyndar svo gómsćtir ađ ekki tjóir ađ skila ţeim strax.  Í sveitinni eru svona hlađborđ okkar Bjöggar og Dívur, ekkert Kaupţing, landsbankadeild né toys for kids.  Bara Gná og Mjölnir.  Og jú, auđvitađ Einarshús ţar sem herlegheitin áttu sér stađ.   Fólk var í sínu fínasta nema bćjarstjórinn sem var alţýđlega klćddur í catnap gallabuxur.   Yfir borđhaldi skemmti ungur reyđfirđingur og hafđi í flimtingum á Bolungarvík sem ku víst vera heilagt í.   Samlíkingin "Í helvíti" negldi máliđ og upphófust stympingar sem kćfđar voru niđur međ harmonikuspili og söng.   Fyrr um daginn var jólatréđ tendrađ ađ viđstöddu fjölmenni, svipađ mörgu og fyrirkemst samtímis í rúllustiganum í Kringlunni.   Jólasveinar sprelluđu og á svip ungviđisins mátti sjá ađ tilvist ţeirra var ekki dregin í efa.   Hinsvegar sá ég hávaxinn mann međ tattú hnupla gotteríispoka úr pússi sveinanna knáu.   Í nćturgöngunni heyrđist ómur fjallsdrapans, dansleikur á kránni og vćri ţar sjálfsagt ef frískur.  Ófrískur kom ég viđ í gamla kirkjugarđinum ţar sem hundurinn skilađi beininu sem hann gróf upp í gćr og saman gengum viđ út á Grímsbrú, glćnýja samgöngubót yfir bćjarlćkinn.    Á henni miđri, í snjófjúkinu, virtum viđ fyrir okkur elskulegan kardemommubćinn, nýtendrađ jólatréđ međ blágrćnu perunum í anda frjálslynda flokksins, lögguna skima eftir lausagönguhundum,  hommann sem er ekki til og stöđumćlinn. Sungum međ hárri raust:  Í Bolungarvíkinni fastir á tíkinni, burtu međ kvótann og allir á sjó....   


NÚLLSPILLING

Ţegar mćld er velmegun, hamingja, frelsi, ríkidćmi, spilling, hreinleiki og fegurđ skipar landinn sér í efstu sćti.  Allt eru ţetta ţó afstćđ fyrirbćri nema kannski spillingin.   Í samanburđi viđ einrćđisríki mörg hver kemur Ísland klárlega vel út en ţađ er álíka marktćkt og kvenréttindi samanborin viđ umskurđarlönd.  Sá innríđandi siđur ađ segja "rannsóknir sýna" hefur ţann annmarka ađ vera skođanamyndandi og taka af mörgum ómakiđ ađ hafa skođanir yfir höfuđ.  Oftar en ekki er hvati rannsókna samt sókn eđa vörn einhverjum málstađ eđa hagsmunum og hagfelldri útkomu hampađ, óhagfelldri ekki.   Hver og einn hefur ţó sín skilningarvit, getur metiđ ţađ sem fyrir augu og eyru ber og ályktađ út frá ţví.   Á okkar torgum eru engin lík né skothvellir en grannt gáđ víđa dregiđ fyrir.  Hvađ fram fer á bak viđ luktar dyr er auđvitađ fáum viđkomandi, undantekning er opinber umsýsla.   Hún er mál okkar allra og luktar dyr óviđeigandi.  Ţessu eru menn í vaxandi mćli ađ gleyma og kjörnir fulltrúar almennings, sumir hverjir, virđast í vandrćđum međ umbođ sitt.  Kveđur svo rammt ađ einleik nokkurra ađ ţjóđin hefur rumskađ.  Ţessi spígsporun á milli almannaheilla og sérhagsmuna túlkar ţjóđin sem spillingu en er stjórnmálaflokkum greinilega minna áhyggjuefni.   Stjórnmálaflokkar eiga ađ sýna viđspyrnu, taka ábyrgđ á gjörđum sínum og einstökum gerendum.  Ţetta seyđi á ţjóđin ekki ađ ţurfa ađ súpa.    


PRESTAR OG LEIKSKÓLAR

Enzkukennari í Súdan fćr 15 daga tukthúsvist og heimsendingu fyrir ađ skíra bangsa Múhameđ.  Engar vífillengjur, lögum framfylgt og hin seka má teljast heppin ađ fá ekki 6 mánuđi og 40 vandarhögg.  Okkur trúleysingjunum finnst ţetta kannski hlálegt en til hvers eru lög sem ekki er fariđ eftir?    Hjá okkur gilda önnur viđmiđ og önnur lög.   Ţó ţađ sé ekki endilega til eftirbreytni getum viđ refsingarlaust skopast ađ guđum, dýrlingum og djöflum.  Eđa hvađ?  Prestum er nú víđa úthýst úr leikskólum, trúin er ađ breytast í bitbein og réttindin ţeirra sem ekki reykja.  Kannski er galiđ ađ halda út ríkistrú, í ţví felst ákveđin mismunun og ţjóđin líka upptekin í öđru.  Engu ađ síđur er hún enn okkar hornsteinn og fáir sem leita ekki í einhverskonar erindagjörđum til kirkjunnar á lífsleiđinni eđa litlu síđar.  Ađ neita prestum ađgengis í leikskólum er undarlegt og fróđlegt ađ vita undirlagiđ.  Ađrir menningarheimar eru stoltir af sinni trú og verja sín huglćgu gildi, viđ afturámóti fyrirverđum okkar trú og umgöngumst hana eins og skađvald.   Ţó dásamleg draumsýn Johns heitins Lennons um heim án trúarbragđa sé ekki í sjónmáli er ljóst ađ aukinn samgangur heimshorna og fjölmenning er framtíđin.  Sterk ţjóđarvitund gerir ţennan samruna mögulegri, ekki veik.     


LEIKHLÉ

Miđvikudagur.  Boltadagur.   Ţorpaslagur.   Bćjarstjórinn vankađur, fór til tannlćknis í dag, svćfđur vegna óláta.   Skipherrann baknagađur og ekki furđa í ţeim músagangi sem nú marsérar í Kardemommubć.   Sjálfum var mér eilítiđ óglatt, át  döđlur til ađ taka ţátt í  međgöngunni (á von á óţekkum strák).  Sjálfstćđismennirnir voru hinsvegar báđir í toppformi.  Leikurinn byrjađi, blindgötur í báđum liđum, í okkar svarthol ađ auki.   Og skipherrann.  Bćjarstjórinn eggjađi strax sína menn en tannátan augljóslega til trafala, hreyfingarnar nánast kvenlegar.   Innáskiptingarnar voru líka óígrundađar og upp úr ţurru tók bćjarstjórinn einhliđa leikhlé.  Ţetta gerđi gćfumuninn og einir á vellinum settu heimamenn 5 mörk.   Nokkur hetjuleg augnablik forđuđu höfuđlausum frá algerri niđurlćgingu en tap er auđvitađ tímaeyđsla og betur heima setiđ međ börnunum.   Á leiđinni ţangađ söng Pálmi um friđarjól, Björgvin um hreindýr og Katla Marta um građan jólasvein.  Enginn sagđi orđ, ekki einu sinni fyrirliđinn.


DÝR OG MENN

Loksins seig hitastigiđ niđur fyrir frostmarkiđ og himnarnir gáfu óvígt vatn sitt í föstu formi.  Sannkölluđ hundslappadrífa.  Enda beiđ ónefndur keikur međ hálsólina ţegar ég kom heim í ljósaskiptunum.   Einhverntíma átti hann líka gönguband úr ekta nautshúđ en sú löngu nöguđ og étinn.  Enda, hver vill ekki ganga laus?  Eitt stćrsta framfaraspor bćjarins er ný göngubrú yfir bćjarlćkinn og komnir yfir hana héldum viđ ótrauđir inn dalinn.   Báđir í jólaskapi, búnir ađ arka samanlagt um 1.500 kílómetra á árinu, sáum viđ tvo tvífćtlinga nálgast úr gagnstćđri átt.    Hundurinn sýndi tvíeykinu áhuga og vildi heilsa ađ hundasiđ ţegar gall ólundarlega:  Taktu hundinn.  Ađ bragđi galađi ég koddu og sagđi dýrinu áhugann ekki gagnkvćman.   Skynsamt dró ţađ sig í hlé og viđ gengum okkar veg undir ásökunaraugum sem augljóslega voru ekki komin í jólaskap.  Nćstu skref hugleiddi ég hve oft á ţessari 1.500 kílómetra ársgöngu viđ félagarnir höfum orđiđ fyrir ólund ýmiskonar, skćtingi og jafnvel fjandsamlegheitum fyrir ţađ eitt ađ vera til.  Jafnframt pćldi ég í forskoti dýranna í mannlegum samskiptum.  Alla vega hef ég oftar óskađ barni í band en hundi.   Sömuleiđis hef ég aldrei séđ hund ţrusa öskubakkainnihaldi út um bílglugga né nauđga hvolpi en aftanúrafurđir beggja tegunda á víđavangi hef ég séđ og minnar eigin skepnu sýnu verri.   Hundinum stóđ ţó algerlega á sama um ţessa hugarleikfimi mína, farinn ađ leita ađ músum, búinn ađ fyrirgefa öllum allt og gleyma, yfirburđirnir stađfestir.   Jólaskapiđ hélt óhjákvćmilega innreiđ sína á ný, engin orđ, engin lyf, ekkert gjald, ekki neitt.   Mikil sú dásemd ađ búa undir sama ţaki og svona dýr.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband