MÚSAGANGUR

Eftir 7 tíma ferđalag frá öndvegissúlustađnum fórum viđ hundurinn út í Hnífsdal og lölluđum síđasta spölinn.  Himnalampinn lýsti leiđina, draugalegur, dađrandi viđ ský.   Ekki varđ ég var viđ neitt misjafnt á leiđinni en allur er varinn góđur á ţessum slóđum afturgangna og yfirnáttúru.  Heim kominn hugđi ég gott til glóđarinnar, grjónagrautur á borđum og kanill.   Hundurinn ţaut inn í eldhús en kom aftur og hristi höfuđiđ.  Kofinn tómur.  Ţá skyndilega trítluđu grísirnir tveir ofan af háaloftinu, annar rétti mér kvikmyndavélina, hinn benti mér á ađ hafa hljótt, báđir ljómuđu:  Pabbi, nú verđurđu ađ hafa hljótt, ţađ er mús í húsinu, alvöru mús.  Yfirspennt fjölskyldan lokađi sig uppi á háalofti ţar sem meinta mús var ađ finna.  Mýs og flest ţeim tengt hefur jafnan veriđ í metum fjölskyldunnar og má rekja ţađ langt aftur í ćttir, t.d. brynnti langafi ţyrstum músum frostaveturinn 1918 (ţađan er máltćkiđ ugglaust sprottiđ), amma mín dönzk bjó til sérstakan músaost og dreifđi á jólunum og sjálfur var ég kallađur Lillimús löngu sjálfskeindur.   Ţetta var smá útúrdúr en skýrir ţó ţann ásetning fjölskyldunnar ađ ekki kom til greina annađ en ađ ná gestinum lifandi.   Međvitađur um ţetta rakti hundurinn slóđina inn í barnaherbergiđ og viti menn, músin skaust á milli leikfanganna, sat dágóđa stund í hjómsveitarrútunni, renndi sér svo ţvert yfir gólfiđ og tróđst undir jólaköttinn.  Ráđagóđ húsmóđirin smellti hćlum og birtist á ný međ heimatilbúna, músavćna músagildru.  Henni var stillt upp, agniđ mozarella og pistasíur.  Ekkert bólađi á músinni og var nóakonfekti frá í fyrra bćtt á matseđilinn.  Hundurinn var fljótur ađ sporđrenna ţeim bita og var ţá náđ í hangikjöt og hundinum haldiđ.  Bíngó, ţetta hreif og snarráđ húsmóđirin ekki lengi ađ skella í lás.  Greyiđ horfđi á okkur agnarstund áđur en hún tók til matarins.   Skömmu síđar ókum viđ músin ein um bćinn.   Enginn var á ferli enda seint og fámennt.  Sá ţó óskilahund skipherrans ráfa um í nćturkyrrđinni.  Ósjálfrátt stöđvađi ég bifreiđina hjá reisulegri ríkmannsvillu, Grímsstöđum, tók gildruna og opnađi.  Ţađ síđasta ég sá var músin hlaupandi ađ húsinu, leitandi ađ yl.... 


SILFUR EGILS

Fór í morgun á fund Egils, hálf limbrađur en léttur í sinni.  Hafnađi kankvís öllum fríkkunarmeđulum, međvituđ mistök, en átti engu ađ síđur notalega morgunstund međ ţessum slynga sjónvarpsmanni og viđmćlendum, allt ţekkt stjórnmálafólk.   Talţrýstingurinn kom mér eilítiđ á óvart svona snemma dags og  ég hugleiddi hvort hugsanlega mćtti rekja almennt forskot karlmanna á vinnumarkađi til ţessa málćđis ţó huggulegheitin vantađi ekki.  Í seinni lotunni var báđum xlitningunum skipt út og inn komu tveir uppsilon og ég neyddist  til ađ endurskođa málćđistilgátuna.  Líkast er ţađ almenn tilhneiging stjórnmálamanna ađ tala fremur en hlusta.  Alltént skil ég betur óţolinmćđi ţeirra sem starfa í stöđugri nánd viđ fyrirbćriđ.   Skammir fékk ég svo einar, frá kćrum ćzkuvini, og voru á rökum reistar.  Hartnćr rúmliggjandi í stólnum og höfđinu lćgri en Grétar Mar er klár frábending og pólitísk sjálfsmorđstilraun.  Ţó huggun harmi gegn ađ lappirnar voru undir borđinu.  Á ekki von á ađ Egill gefi mér annađ tćkifćri en lifi í voninni......


KIM VESEN

Kim Larsen kom, sá og sigrađi í kvöld.  Yndislega vel heppnađir tónleikar međ tilheyrandi stemmningu.  Minningin lifir og hafi tónleikahaldarinn ćvinlega ţökk fyrir frumkvćđiđ.  Svo kom veseniđ.  Framhaldiđ á NASA var vont, fann hvorki Hjálmana né samferđarfólkiđ, lenti í slćmum félagsskap og bođinn vasahnífur til kaups.  Dauđskelkađur bakkađi ég út og sá neonskilti blikka:  Skipperinn, Skipperinn.  Ráfađi nokkra stund í einsemd uns ég sá hafiđ og óx ásmegin.  Kenndi loks forna vin, Bćjarins Beztu og hitti ţar afvegaleiddan úthverfisbangsa, Hinrik Ólafsson.  Saman átum viđ og drukkum, löbbuđum upp Elliđardalinn, rćddum heimsmálin og drápumst.  Á morgun er svo Silfriđ, ţá verđur upplit.


ÖNDVEGISSÚLUR

Öndvegissúlur Ingólfs marka upphaf Íslandsbyggđar og skondiđ ađ ţetta fyrsta varanlega landnám skuli nú hýsa höfuđstađ landsins.   Ţó ţetta svćđi hafi ekki breyst ýkja mikiđ fyrstu 1000 árin eru nú í gangi miklar kúvendingar.  Höfuđborgarsvćđiđ hefur ţróast í stórborg međ kostum og kynjum.  Atvinnulega er svćđiđ sterkt, fjölbreytileiki í menntun og menningu mikill og  segja má ađ vöruúrval sé óvíđa betra.   Samgöngumálin má bćta, félagslega eru borgir sumpart fjandsamlegar, ţađ versta er ţó hratt vaxandi dýrtíđ.  Ađ búa sér heimili og draga andann á ţessu suđvesturhorni tekur í og sést best á skuldsetningu heimilanna sem er gríđarleg.   Húsaleiga, fasteignaverđ, bíll, bensín, innkaup, lán, vextir, spenna og vinna er hin daglega glíma flestra og hvađ allt varđar nema atvinnuna býđur landsbyggđin betur.   Fólk í kröggum ćtti ađ íhuga landsbyggđina sem búsetukost, líka námsmenn, ekki sízt í fjarnámi, eldri borgarar gćtu selt eignir sínar, keypt ódýrt og notiđ afrakstursins, barnafólki stendur mikiđ til bođa og skorti einhverjum sálarfriđ jafnast fátt á viđ fjallaloft og hafgolu.   Áframhaldandi ţensla og samţjöppun á suđvesturhorninu mun ýta viđ fólki og margir velja annađ en ćvilanga ţrćlkun til ađ koma yfir sig skjólshúsi.  Nćstu öndvegissúlur ćttu ađ vera alţingismanna og dreifingin ađ minnsta kosti ein í hvern landsfjórđung. 

SALA VARNARLIĐSEIGNA

Nú virđist enn einn skrambinn í uppsiglingu, sala varnarliđseigna.  Fyrir eigi alls löngu sat ríkisstjórnin undir ámćli vegna sömu eigna, ţóttu niđurníddar og lítils virđi.   Settur var á laggirnar starfshópur og á nokkrum mánuđum er búiđ ađ ganga frá sölu sem fćra á ţjóđarbúinu 14 milljarđa.  Gleđiefni eđa hvađ?  Í kastljósi gagnrýndi óbreyttur ţingmađur söluferliđ, taldi ţađ ólöglegt og ósambođiđ sölu ríkisseigna.  Ýjađi ađ tengslum kaupanda viđ sjálfan fjármálaráđherra sem ku vera ćđstráđandi fyrrgreindrar sölu.  Ungur viđmćlandi ţingmannsins neitađi í lok ţáttar ađ afhenda sölugögn.  Afhverju?  Eru ţetta ekki opinber plögg?   Viđbrögđin vekja eđlilega upp tortryggni, ekki sízt í ljósi nýafstađinna mála í borginni.   Afhverju er ekki hćgt ađ gera bćđi, ţ.e. í ljósi eftirspurnar sem virđist fyrirliggjandi, koma eignunum í verđ en gćta ţess jafnframt ađ salan sé opin og seljist hćstbjóđanda?  Er ţjóđinni nćgileg góđ sala en allt annađ  ástarleikur stjórnmálamanna og kaupanda?   Henda einu epli í lýđinn en hirđa eplakassann sjálfir?  Vona nú bara ađ umrćddur ţingmađur fylgi málinu eftir og hiđ sanna komi í ljós.  


DÍSĆTT

Margir kappleikir voru í kvöld og planiđ ađ byrja horfiđ á danina lúta í gras.  Undrandi horfđi ég á barnatímann og ljómandi andlit dótturinnar.  Hundurinn var hinsvegar fúll, vildi frekar fótboltann.  Áfalliđ stóđ ţó ekki lengi.  Einbeittir mćttum vér Bolvíkingar ísfirđingum og nú var ţéttur bekkurinn.   Bćjarstjórinn hélt rćđu rétt fyrir leik og áminnti skipherrann fyrir óumhverfisvćnan rakspíra.   Gerđi jafnframt ţá breytingu ađ fćra skipherrann úr öftustu víglínu í ţá fremstu.  Ţessi brella kom ísfirđingunum gersamlega í opna skjöldu, skipherrann ruglađi ţá í ríminu međ frábćrum frammíköllum og fyrirflćkjum, tímasetningarnar eins og í óleikinni klámmynd.  Allir gerđu enda mörk, bćjarstjórinn, lćknirinn, sjálfstćđismađurinn og meira ađ segja skipherrann líka og í ţetta sinn réttu megin.   Sigurinn var dísćtur eftir byrđi vikunnar og og á heimleiđinni rćddu menn um ađ hćtta á toppnum.   


LÍKINDI & ÓLÍKINDI SJÚKDÓMA

Kári Stefánsson, einn okkar magnađasti vísindamađur, selur fólki nú líkan sem reiknar líkur á sjúkdómum ýmiskonar.   Einhverjir fárast yfir tiltćkinu og trúa sérlega illu upp á tryggingafélög.  Enda má vera ađ slík fyrirtćki noti eđa misnoti ţetta nýja ađgengi, krefjist ţess jafnvel í tryggingamati sínu.   Tíminn mun leiđa ţađ í ljós.  Almenn nytsemi ţessa líkans er hinsvegar umhugsunarverđ.   Allar líkur eru dauđi, miklar líkur kvíđi, helmingslíkur gagnslausar, litlar líkur tryggja ekkert, engar líkur ekki til.   Í samantekt er útkoman áfram sama óvissan.  Ţađ eina sem stendur 100% er dauđinn, undan honum kemst enginn, ekki einu sinni Bill Gates.  Hinn vćngur ţessa reiknilíkans er tilgangurinn.   Jú, kannski getur einhver forđast líklegan sjúkdóm eđa gert hann vćgari međ breyttum lifnađarháttum, aukin vitund getur hugsanlega ýtt viđ fólki og eigin eftirliti.  Svo má líka snúa ţessu á hinn veginn og áćtla ađ litlar líkur sjúkdóma auki kćruleysi fólks.   Mín reynsla er sú ađ fólk hafi almennt of miklar áhyggjur af sjúkdómum, pćli of mikiđ í sjúkdómum og búi til of mikiđ af sjúkdómum.  Heilbrigđisstéttir draga sízt úr ţessari vaxandi tilhneigingu enda hverri stétt eiginlegt ađ viđhalda sjálfri sér.  Sem söluvara er reiknilíkan Kára angi af ţessu og mun líklega valda meira álagi á heilbrigđiskerfiđ en minna.   Hinn tvíhöfđa ţurs, frambođ og eftirspurn, rćđur ţó öllu ađ lokum og vilji fólk nýta fé sitt og tíma í ţessar líkindapćlingar, ţá ţađ.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


LÖGHEIMILISPĆLINGAR

Hringdi í bćjarstjórann í morgun og bađ hann ađ skutla mér á Ţingeyri sem er fegurst ţorpa á vestfjörđum, stađsett viđ Skepnufjörđ.  Bćjarstjórinn hváđi og sagđi mig víđsfjarri ţegar hann valt á Steingrímsfjarđarheiđinni í fyrra og ţar viđ sat.   Dragandi ýsur á vesturleiđ ákvađ ég ađ flytja lögheimiliđ, vissi, ţrátt fyrir höfgina, verri skráveifu vandfundna.  Eftir kaffi og hvatningu fór annar hreyfillinn í gang (vinn ţannig vinnu ađ ţađ er alveg nóg) og fólk streymdi ađ.  Um hádegiđ var mér fenginn kartöflupoki ađ gjöf fyrir ađ hafa rekiđ út liđmús.  Ekta gullaugu.  Önnur gjöf kom skömmu síđar, lítiđ kver um Jón Sigurđsson.  Fumlaus tók ég svo viđ 3ju gjöfinni um nónbil, eyrnatöppum frá lyfjafyrirtćki sem koma sér vel fyrir hljómsveitarćfingu annađ kvöld.  Eftir ţetta gjafaflóđ skaust ég á heimleiđinni inn í Hamraborgina  og beint í flasiđ á bćjarstjóranum.   Táplitlir eftir samskipti morgunsársins féllumst viđ í fađma, gáfum hvorum öđrum sítrónuţeyting og vorum sammála í hafnarmálunum.   Auk ţess lofađi ég ađ flytja ekki lögheimiliđ.   Um miđnćttiđ stóđ ég svo í nepjunni framan viđ almyrkvađ hús bćjarstjórans, reyndar ekki einn, hundurinn međ, óskitinn.   Á heitu sumarkvöldi hefđi mađur ađ sjálfsögđu fylgt málinu eftir og kannski gerđist ekki neitt.  Ţetta eyđist allaveganna fljótt og gćti líka veriđ úr öđrum hundi.  Nú eđa ketti....    


Ó, BORG, MÍN BORG.

Afhverju ţessi flćkja?  Miđađ viđ fyrirliggjandi grunnlagsreglur var sameiningarfundur Grćngeysinga og REI ólöglega bođađur og ţar af leiđandi hlýtur innihaldiđ ađ vera marklaust.  Annars er tilgangur fundargerđareglnannna enginn.  Og reyndar ekki reglna yfirleitt ef ţeim er ekki ćtlađ ađ halda ţegar á reynir.   Fylgi riftun sameiningar GGE og REI skađabótakröfur af hendi hinna fyrrnefndu ćttu borgaryfirvöld ađ taka ţann slag.   Frekari afhjúpun ţess verks sem felldi fyrrverandi borgarmeirihluta getur varla veriđ eftirsóknarverđ fyrir málshótendur en sé ţađ ţeirra vilji ţá ţađ.   Og óljóst tal um kaup GGE á verđmćtum REI sem í bođi voru er undarlegt jafnhliđa fullyrđingum um riftun sömu fyrirtćkja.  Ó, borg, mín borg:  Hvađ er veriđ ađ selja og hvers vegna liggur svona reiđinnar ósköp á?      


BARNAAFMĆLI

Samkvćmt nýlegum rannsóknum stenst fátt samanburđ viđ samvistir ţegar kemur ađ forvörnum fíkniefna.  Ţó niđurstađan komi kannski fáum í opna skjöldu er vart verra ađ hafa vísindin sín megin.   En sem sagt, vertu međ barninu ţínu og fíkniefnafeniđ fjarlćgist.  Skrapp  svo fyrri part kvölds, nýlesinn af ofangreindum fróđleik, í barnaafmćli og hugđist fá mér kaffisopa í kalsanum.  Stutt vera ţar jók mjög skilning minn á vaxandi fíkniefnavanda.  Hvernig í ósköpunum er hćgt ađ umgangast svona villidýr?  Mikiđ skil ég ađ foreldrar vilji lágmarka samskipti sín viđ jafnvel eigin afsprengi og treysti bara á guđ og lukkuna um framhaldiđ.  Hávađinn, frekjan, umgangurinn, sykurinn, óhófiđ, skeytingarleysiđ, athyglisbresturinn, vćliđ, voliđ, tuđiđ og tilćtlunarsemin, allir ţessir eiginleikar í hávegum og aumingjans stađarhaldarinn ýmist á bćn eđa klukkunni.   Nćsta rannsókn mćtti gjarnan vera á ţćtti okkar foreldra í ţessum óskapnađi.  Alltént var mikil gleđi ađ komast aftur út í kalsann og rápa međ ţakklátan hundinn.   Raunar íhugunarefni ađ hundstík  skuli vera svona miklu betur ágengt ađ undirbúa afkvćmi sitt fyrir lífiđ en mannskepnunni, bćđi minni ađ viti og tíma.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband