7.11.2007 | 03:25
AUSTUR
Skuldir heimilanna hafa bólgnađ út á örfáum árum, margfaldast sýndist mér á súluritinu. Davíđ reynir ađ slá á ţensluna međ stýrivaxtahćkkun sem auđvitađ enn eykur byrđar heimilanna međ nýju og hćrra vaxtarstigi. Á međan á ţessum tilfćringum stendur fyllir almenningur leikfangamollana og gleđur kaupmennina međ nýjum sölumetum daglega. Krabbameinsfélagiđ vefur auđmennina bleikum borđum, býđur bleikt vín og bleikar varir. Á 10 árum er stéttaskipting orđin áţreifanleg í íslenzku ţjóđfélagi, haldiđ uppi af kaupóđri alţýđu sem grćtur kjör sín en heldur ţó áfram spređi ímyndađra peninga og uppsker ćvilangan ţrćldóm í ţágu auđvalds sem ţađ hatar í senn og dýrkar. Ef viđ eigum ađ halda saman sem ţjóđ ţurfa ađilar báđu megin gjárinnar ađ gćta hófs, annar í eyđslu, hinn í grćđgi.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 03:16
ŢINGLÝS
Nú skal krakkinn snođađur og óvćruna út reka fyrir fullt og fast. Hvurskonar heilsubćr er fullur af lús?! Fáheyrt og hvorki skólastýran né bćjarstjórinn til ađ miđla málum og koma á ţau skikki, sitja ţess í stađ fjarlćgt hafnarmálaţing samfylkingarinnar, hlustandi á fagnađarerindiđ og breiđandi út lús óafvitandi. Ţađ stefnir allt í ţinglýs.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2007 | 02:00
KVENNAKRAFTUR
Horfi mađur framhjá ţáttastjórnandanum var kynjahlutfalliđ 50/50 í Silfrinu í dag. Sjálfum er mér innilega sama en hreifst enn einu sinni af síđasta viđmćlandanum, Svandísi Svavarsdóttur. Kona sú er beinskeytt, talar skýrt og laus viđ málćđi. Hún virđist gera sér grein fyrir hlutverki sínu og hverra hagsmuna skal gćta. Á von á uppgangi hennar á nćstunni og óska henni velfarnađar. Stallsystur Svandísar fyrr í ţćttinum mćltu fyrir kynjakvóta í fyrirtćkjum og jafnréttiseftirliti. Áherzla kvenréttindabaráttunnar er merkilega einskorđuđ viđ stjórnunarstörf sem auđvitađ hentar sumum ágćtlega, ekki sízt framagjörnu fólki. Hinn sanni ađskilnađur kynjanna í launamálum liggur ţó í kjörum ađhlynningarstétta og kennara. Ţangađ á ađ beina kröftunum, ţar yrđi stćrsta steininum lyft. Vilji konur skáka karlaveldi fyrirtćkjanna er ekkert sem bannar stofnun kvennafyrirtćkis međ áherzlur á konur sem eru jú 50% markađarins. Kvennabankar, kvennaSPA, kvennabónus, kvennaráđgjöf, kvennaferđir, kvennaorka. kvennaútrás, kvenna ţetta og kvenna hitt, af nógu er ađ taka. Viđ konur segi ég ţetta: Velgiđ karlaveldinu undir uggum međ eigin krafti en ekki íţyngjandi lagasetningum á ađra.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2007 | 02:40
KÖNGULÓIN ER ENN AĐ VEFA
Samningum skal rift, 20 ára einkanot ólíđandi, jafnrćđisregla brotin međ sérleyfi eins manns og sjálft fundarbođiđ ólöglegt. Fyrir utan sérkjör starfsmanna og ađkomu vildarvina. Niđurstađa stýrihópsins er ótvírćđ: Allt orkar tvímćlis og einhliđa riftun samnings REI viđ Grćngeysanna réttlćtanleg og beinlínis nauđsynleg svo hćgt sé ađ byrja á byrjunarreit. Samstarf borgarinnar og einkafyrirtćkisins á sviđi orkumála er ţví bćđi óvíst og í uppnámi. Samt er ţví lýst yfir ađ fyrirhugađ sé ađ taka ţátt í 15 milljarđa verkefni í útlöndum međ sama fyrirtćki. Svona misvísun ćrir óstöđugan og ljóst ađ köngulóin er enn ađ vefa.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2007 | 17:56
BJÖRN BJARNASON
Glugga stundum á önnur blogg, ţ.á.m. Björns Bjarnasonar enda glöggur oft og vel ađ sér. Nú átelur Björn starfsmenn ţá sem ásaka stórverzlanir um blekkingar í garđ neytenda, skilur lítt í mynd- og raddbrenglunum í opinberri framgöngu ţessa fólks. Ţetta er ein stćrsta skuggahliđ einkavćđingarinnar, skrímslin sem vaxa, fá en voldug, gírug og ganga út á magafylli og ekkert annađ en endalausa magafylli. Áđur fyrr ţorđi fólk ekki ađ standa andspćnis bankastjórum ríkisbankanna og ráđherrum, nú eru spretthlauparar einkaframtaksins teknir viđ keflinu. Örlög uppljóstrara eru sjaldan góđ og frumkvćđi ţeirra lítils metin ţó samfélagiđ í heild njóti góđs af.
Björn sakar í sömu grein blađamann fyrir ađ ganga erinda yfirbođara sinna og ţyrma ţeim í umfjöllun sinni. Legg ekki á ţađ dóm, minni ţó á ţögn morgunblađsins og ađgerđarleysi í máli ţar sem upplýsingaskylda til almennings var algjörlega hunsuđ. Tel reyndar engan einn betri en annan í ţessum efnum en boltinn endar ávallt í greip lesandans, hann metur vćgi, gildi, trúverđugleika og vinnubrögđ fjölmiđla á sama hátt og hann velur sér epli til átu. Vonandi kemur ţessi neytendaumrćđa samt almenningi til góđa, verđur kaupmönnum hvatning og Birni Bjarnasyni óska ég sannlega gćfu í hvívetna.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 02:38
VERÖLD ÁN LÖGFRĆĐINGA
Starfsfólk stórmarkađa sakar kaupmenn um bellibrögđ gagnvart neytendum, svik í verđkönnunum og jafnvel samráđ. Forstöđumenn ţessara verslana kveđa nei viđ öllum ásökunum og hyggjast sćkja rétt sinn vegna ćrumeiđinga og skađa sem verslunin kann ađ verđa fyrir. Eins og ćvinlega er almenningur berskjaldađur og áhugaleysiđ bćtist viđ ţegar lögspekingar fara međ ţulur sínar og túlkanir á lagabókstafnum. Enda er ţessi ađferđ ađ senda öll mál í ţćfingu bćđi fantavinsćl og árangursrík. Ţykist viss um ađ ef John heitinn Lennon vćri hér ennumsprangandi myndi hann bćta einu versi viđ Imagine og yrkja um veröld án lögfrćđinga........
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2007 | 02:56
SJÁLFGABBHREYFINGAR
Aumleg frammistađa Víkara í bolta kvöldsins verđur ekki í minnum höfđ. Var pínlegt ađ taka ţátt í og horfa á hvert vítaskotiđ á fćtur öđru fara í innkast, endalaus samstuđ samherja og sjálfsmörk. Föst leikatriđi kristölluđust í sjálfgabbhreyfingum sem iđulega skiluđu mótherjunum mörkum. Eina glćta kvöldsins var liđhlaup bćjarstjórans, gekk ţá betur um stund. Heimleiđin var tíđindalaus og Óshlíđin hlaut engan gaum í hugum niđurbrotinna fótboltamannanna.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2007 | 02:31
ALŢJÓĐAFLUGVÖLL VESTUR
Vil sleppa varnargarđi í Bolungarvík og nota aurinn til ađ stćkka fyrirliggjandi flugvöll í Dýrafirđi og gera hann alţjóđlegan. Skilst ađ ţađ sé ekki dýrara en varnargarđurinn snjólausi. Sé alls enga réttlćtingu fyrir varnargarđinum nema snjóvél fylgi. Flugvöllinn vćri hćgt ađ nýta til ađ flytja ferđafólk beint vestur hvađanćva úr heiminum, skilst ađ markađsţreifingar séu í fullum gangi og lofi góđu. Hitt vćri svo ađ flytja út fullunnar fiskafurđir af svćđinu. Ţetta myndi efla mjög samkeppnisstöđu svćđisins og breyta hugsanlega neikvćđum hagvexti í jákvćđan. Mćli međ ađ sveitastjórnarmenn hér vestra beiti sér fyrir ţessu.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 00:27
LÝS OG MENN
Hljómsveitarćfing í kvöld, reyndar ekki Hruniđ en ágćtt band samt. Afmćlisundirbúningur í fullum gangi, hundurinn ellefu og elskan mín hálfáttrćđ. Hingađ til hafa farsímar truflađ framgang laganna, sérlega er bćjarstjórinn á mörgum vígstöđvum. Í kvöld voru sérleg ónot í okkur vegna lúsafaraldurs sem herjar endurtekiđ á bćjarfélagiđ. Í hverju hausbanki áttum viđ von á spriklandi lús á gólfinu, kláđinn var áberandi og einhver spenningur í loftinu. Ég ásakađi bćjarstjórann um vanţrif en hafđi varla sleppt orđinu ţegar stćrđar kvikindi straujađi ţvert yfir bílskúrsgólfiđ og hvarf inn í orgeliđ. Trymbillinn brást hart viđ og reyndi ađ hvolfa orgelinu međan ég bađ lífinu vćgđar ţó vont vćri. Eftir nokkurt japl sáum viđ ađ ţetta var ekki lús heldur mús og greyiđ fékk ađ fljóta í fatapoka ćtluđum fátćkum út í kuldann. Hún ćtti ţó ađ plumma sig vön íslenzkri veđráttu en víst mun ég henda út brauskorpu í nótt, minna má ţađ ekki vera.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
30.10.2007 | 05:59
GALNAR HUGMYNDIR
Skondiđ hve margar galnar hugmyndir ná fótfestu, nefni sem dćmi margumtalađ hátćknisjúkrahús sem virđist hafa poppađ upp eftir sjúkdómslegu eins manns. Lengi lifi hann en skyldi ţurfa hátćknikirkjugarđ eftir hans dag? Hátćkni í heilbrigđisvísindum snýst um rannsóknir og sérhćfingu en lega og ađhlynning munu fćrast í auknum mćli til heimahúsa ţar sem skjólstćđingunum verđur sinnt. Vandamál framtíđarinnar kristallast ţví í mannskap en ekki húsnćđi. Fyrirliggjandi plön ganga ţvert á ţessa stađreynd og óráđsían stuđla ađ gliđnun samfélagsins í ađgengi ađ nauđsynlegri ţjónustu.
Annađ rugl er tónlistarhúsiđ en aldrei hefur tónlistarlíf veriđ eins fjölskrúđugt og nú, hver stjarnan rekur ađra allt frá óperum upp í rokk. Ţetta hús áttu ţeir ađ byggja og fjármagna sem á ţví höfđu sérstakan áhuga en ađ gera ţetta ađ óskabarni ţjóđarinnar allrar sýnir best hve lélega stjórnendur viđ höfum. Fagna ţó afstöđu nýs borgarstjóra hvađ varđar Kolaportiđ.
Ţriđja firran er svo sú endalausa forréttinda- og sjálftökupólitík sem viđgengst í embćttismannakerfinu. Stađgenglar forseta fá ígildi launa bregđi hann undir sig betri fćtinum, borgarstjóri hefur ráđiđ ađstođarmann og ţó er til stađa nefnd stađgengill borgarstjóra. Varaborgarfulltrúar fá hundruđ ţúsunda mánađarlega fyrir ađ vera til taks og bílstjórar ráđnir svo dýrmćtur tími fari ekki til spillis. Nefndarstörfum fer líka fjölgandi og allskonar uppákomum, stíliseringum og fatapjatti. Utanlandsferđir eru orđnar svo tíđar ađ fjarvistir ţykja sjálfsagđar og dagpeningar miđa ekki lengur ađ lágmarksuppihaldi heldur lúxus. Skyldu kynlífskaup opinberra starfsmanna í útrásinni vera hluti af ţeim pakka?
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)