FENGITÍMI

Elskan mín er loks komin í frí eftir 10 mánađa úthald og hljóp strax í nćsta fjörđ međ hlaupaklúbbnum ţar sem síđustu risarćkjurnar á Íslandsmiđum biđu á grillpinnum.  Ég ók í kjölfariđ en sneri viđ ţar sem hundurinn át íspinna, ţ.e.a.s spýtuna líka.  Eftir ađ hafa fiskađ spýtuna upp úr hundinum ákvađ ég ađ blanda mér í glas, föstudagskvöld og elskan mín vćntanleg um miđnćttiđ og varla allsgáđ.  Hćtti viđ ţar sem krakkarnir voru búnir međ blandiđ og í sveitinni lokar söluturninn klukkan tíu.  Refsađi krökkunum ţess í stađ međ fuglaskođunarferđ.  Fjölskyldan sofnađi svo um tvö nema ég góndi áfram andvaka út í bjarta sumarnóttina.   Fengitíminn er stuttur en indćll. 

LÁ 


SAMVINNUHUGSJÓNIN LIFIR.

Tuttugu milljörđum dreift á viđskiptavini fyrrum samvinnutrygginga sem svo var umbreytt í eignarhaldsfélagiđ VÍS.  Í dag troppuđu gamlir samvinnuhugsjónarmenn  upp, héldu fund og ákváđu ađ ţeir viđskiptavinir sem hvergi hvikuđu á síđustu dögum samvinnutrygginga skyldu nú njóta trygglyndisins.  Spurningin er hvort ţetta sé skemmtileg nýlunda í íslenzku fjármálalífi eđa enn ein fléttan í anda villta vestursins? 

LÁ  


700 "MA BELLS"

700 sjóliđar gilja nú ađ sumra mati vergjarnan íslenzkan kvenstofn sem ólíkt öđrum stofnum tekur ekkert gjald fyrir.  Íslenzkum strákum er ţessi heimsókn ţyrnir í augum, samkeppnin óćskileg.  En afhverju gegna konur ekki herţjónustu?  Hugsum okkur 700 ítalskar yngismeyjar á vappi í miđbćnum?   Eyjapeyjarnir ćttu kannski ekki mikinn sjéns en augnayndiđ sannarlega tilbreyting frá íslenzkri mör.   Alltént finnst mér ţessar tittlingaheimsóknir ekki standast tímans tönn og ósanngjarnar út frá jafnrétttissjónarmiđum.  Ósanngirnin eykst svo enn séu landsbyggđarsjónarmiđ tekin inn í,  700 ítalskar yngismeyjar í Bolungarvík í biđröđ, óvíst ađ allar kćmust ađ, kvótakerfiđ gleymast um stund og raunhćfur möguleiki á ađ aka á gangandi vegfaranda.  Ţetta myndi umbylta bćjarlífinu, sannkallađur sumarauki.  En alhćfingin um lausgyrđingu íslenzkrar kvenţjóđar er óréttmćt, á hinn bóginn er óvíst ađ kynjaviđsnúningur sjóliđanna gerđi ţćr glađari.  Sumpart efast ég um ţađ.

LÁ 


SAMTÍNINGUR Á SPARKVELLINUM

Hef aldrei nennt ađ glápa á knattspyrnu en hef yndi af ađ spila ţennan barnalega boltaleik.  Veit lítiđ um enzku liđin, ekkert um ţau ítölzku en er ţó Valsari eins og Grímur.  Á miđvikudögum er leikiđ á Ísafjarđarvelli, bráđum vonandi undir forvitnum glyrnum ferđafólks sem renna mun yfir okkur í kláfi.  Í logni og grámollu kvöldsins var mannskapur vallarins ćđi skrautlegur, bćjarstjóri, baadermađur,  prestsdjöfull,  goggari, kapteinn,  ritsjóri, yngsti bróđir Reynis Traustasonar, organisti, hundaeftirlitsmađur, stöđumćlavörđur, lögbrjótur, frímúrari, ţrozkaţjálfi og lćknir í fríi.  Ţessum samtíningi var att saman og úr urđu 11 mörk međ jafnri skiptingu.  Og ţó aldurinn minni á sig nćstu daga verđur ţađ ekki viđvarandi.  Ţađ kemur ađeins síđar.

LÁ  


2 ÁR EĐA 20.

Sumarţing er afstađiđ.  Snarpt en stutt.  Eilítiđ erfitt ađ venja sig á umskiptin, Guđna og Valgerđi í stjórnarandstöđu og allan samfylkingarherinn í stjórn.  Einhvernveginn finnst mér stjórnarklárinn brokka soldiđ út á hliđ og stefnan óviss.  Ćtla ţó ađ gefa ţeim sumariđ til ađ ná áttum, kannski ţarf smá treneringu áđur en skeiđiđ er tekiđ.   Stjórnarandstađan hinsvegar er nokkuđ beitt og afgerandi ţó hún sé skiljanlega léttlituđ gremju og/eđa eftirsjá hjá sumum.  Ađ gamni spái ég líftíma ţessarar ríkisstjórnar annađhvort 2 árum eđa 20.

LÁ 


GLÁMBEKKIR

Lullađi međ hundinn í hádegisblíđunni, báđir nýklipptir.  Fórum fyrst framhjá skólahúsinu og litum útsofnir hvor á annan enda krakkakvakiđ ţagnađ á skólalóđinni.  Međ trommuheila í eyrunum lágu gelgjur bćjarins fretandi í grasköntunum, ágćtar stađfestingar samfélags sem fyrirlítur barnaţrćlkun.  Áin var ađ jafna sig á vorleysingunum og rann hjá međ jöfnum hrađa eins og gamlingjarnir tveir sem örkuđu síđasta spölinn.  Greindi orđaskil og kvartađi annar um bekkleysi í bćnum, hvergi vćri hćgt ađ tylla sér.  Foreldrar, eflaust í fćđingarorlofi, komu á móti mér međ barnavagn og atyrtu hundinn, ég atyrti krakkann á móti.  Viđ bćjarmörkin sneri ég viđ og sá gamalmennin sitjandi á splunkunýjum glámbekk.  Greindi orđaskil og kvartađi annar yfir grjóthörđu sćti en hinn yfir óţarflega mörgum svona bekkjum og stuttu bili á milli.  Hundurinn skilađi loks sínu viđ árbakkann, ég skildi eftir poka fyrir gelgjurnar sem mjökuđust nćr.   Sáttir dröttuđumst viđ heim, félagarnir, bćđi viđ guđi og menn.


TILŢRIFAMIKILL BASSALEIKUR

Nú grćnkar hratt á vestfjörđum, fjallshlíđarnar hćttar ađ vera móbrúnar.  Svanir spranga í grćngresinu međan krían verpir á malbikinu.  Annars er malbik ekki sjálfsagt hér um slóđir ţó ţeim fjölgi spottunum.  Gönguljósin í Bolungarvík eru framandi og ţar sést hvorki gestur né gangandi fremur en annarsstađar í bćnum.  Kókosbollur staldra stutt viđ í búđarhillum eins og feitmeti yfirleitt.  Helst ađ slái i grćnmetiđ.  Ţrír eđa fjórir stöđumćlar eru stađsettur utan viđ sparisjóđsútibúiđ á Flateyri, ku vera prívat tekjustofn sparisjóđsstjórans en ţjóna einnig sem sýnishorn, kaupstađarferđin getur veriđ nógu erfiđ samt.   Annars er Grjóthrun í Hólshreppi, bćjarhljómsveit Bolvíkinga,  ađ ljúka sinni 1stu breiđskífu og halda forheyrendur vart vatni yfir tilţrifamiklum bassaleik bćjarstjórans sem gerir lítiđ úr og kveđst ekkert vita.


130.000 TONN!

Forstjóri hafrannsóknarstofnunnar áréttir brýna ţörf á niđurskurđi ţorskveiđa og vill ađ tillögur stofnunarinnar verđi virtar, ekki sé seinna ađ vćnna.  Útgerđarmenn draga vísindin hinsvegar í efa.  En hvađa ástćđa rekur frćđinga hafró til vondra tíđinda?  Hver er ţeirra ávinningur?  Ávinningur útgerđarmanna er á hinn bóginn augljós en skammvinnur.  Ráđamenn verđa ađ huxa máliđ út frá ţessum sjónarhóli og virđa meiri hagsmuni fyrir minni.   Mótmćli útgerđarmanna eru skiljanleg en sjónarmiđin andstćđ sjálfbćrni og viđhaldi ţorskstofnsins.  Ţau verđa ţví vonandi hundsuđ í ţetta sinn,

LÁ 


MERKASTI ÍSLENDINGURINN

Ţó hann sé orđinn launahćstur allra opinberra starfsmanna er hann horfinn.  Ósýnilegur og ţarf ekki ađ skýra neitt, hann er merkasti íslendingur nýliđinnar aldar, helgur mađur og ósnertanlegur.  Ekkert í fjölmiđlum og ný forysta sjálfstćđisflokksins umgengst hann međ óútskýranlegri varúđ en huxanlega munu sjálfsćvisögur framtíđarinnar varpa ljósi á margt sem nú er á huldu.   Alltént er seinni tíma framganga ţessa stórmennis langt í frá landsföđursleg, kannski endurspeglun á skađa langs stjórnmálavafsturs.   Ţessi launahćkkun veikir samkennd íslenzku ţjóđarinnar, svo mikiđ er víst.

LÁ    


Á SJÓ

Sjóferđinni er lokiđ, metafli dagsins, dýrindis veđur og brottkast ekkert nema hland áhafnarinnar.  Bćjarstjórinn reyndist hamhleypa til vinnu of verkađi 5 tonn á eigin spýtur sem gróflega má áćtla ţúsund fiskar.  Kvótakerfiđ fékk endanlega falleinkunn og sé eitthvert vit í ráđamönum verđur nćsta fórnarlamb framţróunarinnar togveiđin sem alls ekki ćtti ađ fyrirfinnast innan 50 mílna.  Smábátaveiđi eins og ţessi er í öllu tilliti séđ hagkvćmnin sjálf, stofnkostnađur, hráefni, áhöfn, vinutími, landvinnsla, náttúra, allt er ţetta öllu framar.   Ég segi:  Út međ aflamark og inn međ sóknarstýringu, ţví fyrr ţví betra.   


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband