Færsluflokkur: Bloggar
1.10.2010 | 02:28
ARÐUR, JÁ TAKK, SKULDIR, NEI TAKK.
Velkist einhver enn í vafa um ónýti fiskveiðistjórnunar á Íslandi ætti sá/sú að beina augum til Hornafjarðar. Þar má finna skólabókardæmi um það hvernig auðlind í sameign þjóðar er misnotuð í fárra þágu. Arður, já takk, skuldir, nei takk. Afskrift, já takk, skil veiðiheimilda, nei takk. Mat Einars Kristins Guðfinnssonar, já takk, þjóðaratkvæðagreiðsla, nei takk. Þetta er hagkvæmnisformúla LÍÚ og hvernig tekst að sannfæra ríkisstjórnirnar, hverja af annarri, um ágæti þessarar helvítisformúlu skýrist trauðla nema með tilvísun í lag Lennons: Ég klóra þér ef þú klórar mér....
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2010 | 01:46
DÝRKEYPT ER DÓMGREINDARLEYSIÐ.
Viðbrögð fjórmenninganna sem áttu sitt undir velvilja félaga sinna á alþingi vekja furðu. Öll segja sakargiftir á veikum grunni og sum bera við pólitískum ofsóknum. Sammála Jóni Baldvin að vitanlega ættu þau öll að krefjast framgöngu til landsdóms. Fjórmenningunum hlýtur að vera ljós undiraldan í samfélaginu, ekki endilega til sakfellingar heldur niðurstöðu sem byggir á öðru en afstöðu vinnufélaganna. Afgreiðsla alþingis á málum fjórmenninganna varðar hvorki sekt né sýknu, hún stýrir einungis einum í dómshús og hinum heim. En hún er annað og meira, hún er holdgervingur afglapa sem dæmir eigin afglöp. Geir fær nú tækifæri til að hreinsa mannorð sitt, hin ekki og þessu ætti Geir að fagna. Held reyndar fáa telja Geir glæpamann né þau hin, yfirsjónin fremur sú að vera á slysstað og aðhafast ei. Þjóðin kennir þessu fólki ekki um hrunið heldur hitt að bregðast ekki við. Jú, og svo þá blindu, að telja sig enn umkomin í stað þess að hleypa að nýju fólki. Kannski það sé mesta dómgreindarleysið og þjóðinni dýrkeyptast.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2010 | 02:45
EINN FYRIR ALLA.
Ætli óvirðing alþingis hafi ekki náð hátindi í dag. Kannski var barnaskapur að trúa þinginu fyrir þessu verkefni en niðurstaðan, að ætla einum manni ábyrgðina, er súr. Best hefði verið að allir tilnefndir ráðherrar mættu fyrir landsdóm og þannig fengist heildarúrskurður. Vitað var að sjálfstæðisflokkur félli á prófinu, enda lengi verið klúbbur en ekki stjórnmálaafl. Samfylkingin missti buxurnar og tókst forkólfum hennar að halda fallöxinni í hæfilegri fjarlægð. Túlkun þingmanna Hreyfingarinnar á ástandinu blasir við að vera sú eina rétta og þarf ekki nema líta yfir þingheim til að meðtaka þá staðreynd að þar ríkja enn hrunverjar og áhangendur þeirra. Sem skýrir áhugaleysi hópsins á fortíðinni og ónýti hans í framtíðinni.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2010 | 23:42
REYNSLA & MENNTUN Í HRINGNUM.
Nýja höfnin í Bakkafjöru er mönnum bitbein enda miklir byrjunarörðugleikar. Reynsluboltar segja að betur hefði farið ef þeirra boð fengju hlustun en sérfræðingarnir líkja dæminu við vegastæði og mismunandi fannfergi milli ára. Einatt stilla menntun og reynsla sér upp sem andstæðingar og svo virðist vera í gerð þessa hafnarmannvirkis. Fjármálagúrúar ríkisstjórnarinnar eru samt við sama heygarðinn og reikna æ með mildum vetrum og lítilli fönn.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.9.2010 | 23:28
SPRUNGA HRUNFLOKKANNA ÞRENGIST.
Hrunflokkarnir, samfylking og sjálfstæðisflokkur standa nú andspænis sameiginlegri ógn, sakfellingu fyrrum forkólfa, þriðji hrunflokkurinn, framsókn, sleppur. Endurnýjun sjálfstæðismanna eftir hrun er núll og fylkingin þar á bæ því einörð og þétt. Einhver leki er í múr samfylkingar en það smár að dælurnar hafa undan. Hæpið má teljast að samfylkingin komist upp með undanskot sinna ráðherra og nánast heimsendir að græningjar sleppi sjöllunum. Mátleikur í stöðunni er þyrming allra sakborninganna og fyrir því er þingmeirihluti hrunflokkanna. Framhaldið yrði svo evrópusambandið í skiptum fyrir kvótann. Þó ósvífni slíks ráðabruggs sé allnokkur er hún varla næg til þess að þjóðin færi að ómaka sig við byltingu.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.9.2010 | 11:12
HRINGLUMMINGL.
Hringlumminglið í kringum þingmannanefndina var fyrirséð. Við sjáum flokkslínur skerpast kringum sölu ríkisbankanna, íbúðalánasjóð og nú sakfellingu hrunráðherranna. Meira að segja Gnarrinn sér um sína, sbr. hækkun launa varaborgarfulltrúa. Verði tillögum þingmannanefndar hafnað vantar þann endahnút sem beðið er eftir. Og alveg eins og með umsóknina að evrópusambandinu, þá er þetta mál of langt komið til að hætta við. Eini kosturinn fyrir þingheim er að kalla fram landsdóm, fá fram sekt eða sýknu og þar með einhverja niðurstöðu. Annars flæðir allt í óvissu og sakborningarnir komast aldrei lengra.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2010 | 02:50
BÚDDA SEM MÁLAMIÐLUN.
Nýr flokkur er kominn á þing í Svíþjóð, flokkur sem hefta vill flæði innflytjenda til landsins. Lengi hefur staðið styrr um þessi mál og lending ekki fyrirséð. Hér heima er slátrun sauða að múslimskum sið nú mótmælt, nefnd vanhelgun og kjötið síðra á diskum. Á móti koma hugsanlega nýjir markaðir. Sjálfum finnst mér hið síðarnefnda vega þyngra á metunum. Fengi ég hinsvegar fregnir af giftingu dóttur inn í múslimska fjölskyldu stykki ég ekki hæð mína af fögnuði. Samgangur kristni og islam er einátta og við því lítið að gera. Óhjákvæmilega leiðir þetta til árekstra í blönduðum samfélögum, það er þekkt staðreynd og hefur ekkert með fordóma að gera. Frægur er danski teiknarinn sem rissaði upp grínteikningu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hefur manninum bæði verið hótað og sætt morðtilræði. Gjörð hans var þó í samræmi við siði og venjur í hans heimalandi. Afleiðingin er ótti sem aftur elur af sér hatur. Gott væri ef mannkærleikur væri í hávegum hafður í öllum samfélögum og öll dýrin í skóginum vinir. Því miður er reyndin önnur og það skýrir fylgi þessa nýja harðlínuflokks í Svíþjóð. Ekki kann ég neina patentlausn varðandi innflytjendamál en sem málamiðlun væri Búdda kannski ekki svo galinn.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2010 | 02:26
FANGASKIPTI.
Mikið er nú um að vera í þjóðfélaginu og víða má bera niður. Andsvar Ingibjargar Sólrúnar gegn Atla Gíslasyni er kröftugt og afdráttarlaust. Viðbrögð Ingibjargar gegn hagstjórnarvillu sjálfstæðismanna í hrunstjórninni hefðu mátt vera í líkum tón. Þá hefði staða samfylkingar og fyrrum formanns verið betri og hugsanlega þjóðarinnar allrar. Ummæli fjármálaráðherra varðandi greiðsluskyldu Íslands á icesave eru í bezta falli tepruleg en mat Steingríms á þessum fellibyl hefur sýnt sig að vera rangt og góð niðurstaða fyrir Ísland æ hans háðung. Því miður. Forvitnilegt verður að fylgjast með framgangi nýrrar hugmyndar um innlenda framleiðslu á eldsneyti sem keyra skal skipaflotann og jafnvel flytja út og selja. Blandan er víst vetni og koldíoxíð, staðsetningin Grundartangi og tíminn 2014. Vona þessi glóð verði að báli. Er sammála borgarstjóranum varðandi héraðsdóm, þann mætti t.d. flytja í efstu hæð hús OR, hun ku víst vera laus. Eftir stæði tómt hús við Lækjartorg sem nýta mætti í sprell eða eitthvað manneskjulegt. Og fyrst minnst er á dómshús kem ég þessari tillögu á framfæri: Höfð verði fangaskipti á ráðherrafjórmenningunum og mótmælanímenningunum þannig að allar ákærur falli niður. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2010 | 03:28
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR.
Afhverju þvælist landsdómur svona fyrir þinginu? Ráðherrarnir fjórir segjast allir saklausir og þeim því greiði gerður með að koma fyrir landsdóm og hreinsa nöfn sín. Klikki þingheimur á þessari skyldu sinni hljóta fjórmenningarnir að krefjast málsmeðferðar fyrir dómi með sýknu í huga. Verði málið þæft og óklárað er dómur götunnar sú nálgun sem lifa þarf með og þá verður enginn bættari.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.9.2010 | 03:38
ÓMAR LANGT UNDIR MEÐALALDRI.
Ómar Ragnarsson sprellar á sjötugu í dag, virðist í fantaformi og ekki búinn með brúsann. Óþarfi er að fara yfir ferilskrána, hún er löng, innihaldsrík og þakkarverð. Sómi er að tillögu umhverfisráðherra að tengja sérstakan náttúrudag Ómari og vonandi gengur sú umleitan eftir. Árna Ómari heilla og um leið og ég hvet hann til dáða minni ég á meðalaldurinn sem er 80 ár eða því sem næst.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)