1.7.2011 | 00:48
PRAKKARASKAPUR Í DÓMSAL.
Þetta Exeter-mál er kyndugt. Stjórnendur í sparisjóði Byr áttu stofnfjárbréf í sjóðnum. Fengu lán til kaupanna hjá MP-banka. Sá vildi ganga í stofnfjárbréfin þegar lántakendurnir, þ.e. stjórnendurnir í sparisjóðnum Byr, framsettu ekki fullnægjandi tryggingar. Þá brugðu stjórnendur sparisjóðsins Byr á það ráð að lána öðru fyrirtæki 800 milljónir úr sparisjóðnum Byr. Nánast óþarft er að taka fram að þetta annað fyrirtæki var í eigu þeirra sjálfra. Lánið notaði fyrirtækið svo til að kaupa stofnfjárbréf sömu eigenda í sparisjóðnum Byr. Veðið bréfin sjálf. En til þess að hinn upphaflegi lánveitandi, MP-banki, myndi nú örugglega fá sitt til baka neru menn saman nösum og sölugengi stofnfjárbréfanna þannig haft nógu hátt til að dygði fyrir skuldinni. Þannig fékk MP-banki sitt, stjórnendur sparisjóðsins Byr sluppu með skrekkinn, fyrirtækið látið gossa og sparisjóðurinn Byr sat uppi með Svarta-Pétur. Dásamleg flétta.... í bíómynd. Í dómsal voru svo allir hlutaðeigandi sýknaðir og talið ósannað að um ásetning væri að ræða. Aftur dásmlegt og eins gott að menn láti ekki prakkaraskapinn hlaupa með sig í gönur.
LÁ
Athugasemdir
Engan skal undra niðurstaðan þegar báðir dómararnir sem sýknuðu eru beintengdir fjármálaheiminum og annar þeirra beintengdur BYR. Ég er viss um að undir verstu herforingjastjórn í suður Ameríku væri þetta ekki hægt, en...þetta er jú Ísland og þar er þetta daglegt brauð. Mikil ánægja er með niðurstöðuna á Eyjunni.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2011 kl. 01:26
Þjóðfélagið er orðið rotið inn að beini. Hvað átti annað að vera þegar forsætisráðherra fór fyrir mönnum og dásamaði fjárdrátt útgerðarinnar á sínum tíma?
Sérstakur ætti að vera rétt að byrja. Nú þarf að taka útgerðar fjárdráttinn. Þótt spilltir dómarar geti komið í veg fyrir að menn taki út refsingu þurfum "við" að fá saurinn uppá yfirborðið.
Hvers vegna er genginu haldið svona rosalega lágu??????
Þjóðfélgið er ónýtt vegna spillingar. Fólkið er eins og GALEIÐUÞRÆLAR og rær og rær til þess eins að spilltir aðilar geti haldið áfram sínu striki. Hvar halda menn að þessir peningar séu? Auðurinn sem þjóðin átti fyrir Davíð? Lán á íbúðum 110 % og íbúðarlánasjóður með 1200 íbúðir og Bankarnir annað eins?
Money heaven? There z no f***ing money heaven.
Ólafur Örn Jónsson, 1.7.2011 kl. 07:38
Manni sýnist síðasta vígið vera við það að falla. Last line of defence er Hæstiréttur og falli það vígi líka er útséð með að lögum verði komið yfir þessa höfðingja sem í héraðsdómi eru sýknaðir út á heimsku sína. Það þarf að teygja sig ansi langt í röksemdafærslunni fyrir sýknunni að þessir menn hafi leikið þessa fléttu óvart án þess að ætla sér að græða á því. Skyldu vera fleiri svona snillingar við störf ennþá?
Hjalti Tómasson, 1.7.2011 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.